Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rukka í „rennuna“ á flug­vellinum

Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna.

Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna mis­skilnings

Sérkennilegur misskilningur virðist vera að eiga sér stað í Hollywood nú í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Að minnsta kosti tveir meðlimir Akademíunnar, sem er sá hópur sem kýs um það hver hlýtur Óskarsverðlaunin, virðast ekki með á hreinu hverjir hafa hneppt hnossið áður, og mun það hafa haft áhrif á atkvæði þeirra.

Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur

Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi.

Sjá meira