Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Undir á­hrifum fíkni­efna á vinnu­vél

Einstaklingur var handtekinn í Árbænum í gær þar sem hann var undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél. Hann var síðan látinn laus að sýnatöku lokinni.

Sakamálin sem skóku þjóðina

Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést.

Hætta leitinni í Meradölum

Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun.

Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn.

Hæsti­réttur fer beint í búvörulagamálið

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti.

Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson fer með hlutverk rússnesks fangavarðar í bandarísku ofurhetjumyndinni Kraven the Hunter.

Bald­vin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund

Baldvin Oddsson, framkvæmdastjóri bandaríska sprotafyrirtækisins The Musicians Club, sagði upp 99 starfsmönnum á einu bretti vegna þess að þeir mættu ekki á morgunfund. Þeir ellefu sem mættu á fundinn fengu að halda starfinu.

Sjá meira