Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pútín til­kynnir um „páskavopnahlé“

Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í dag „páskavopnahlé“ í stríðsátökum þeirra við Úkraínu. Umrætt vopnahlé á að hefjast í kvöld og standa yfir til miðnættis á sunnudag.

Koma strandaglópunum heim í kvöld

Leiguflugvél á vegum Play mun fara frá Barselóna klukkan 20:15 á staðartíma í kvöld. Hún á að fljúga með strandaglópa til Íslands.

„Þeir liggja hérna eins og hrá­viði út um allt“

Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. 

Náðist á upp­töku þegar skipu­lagðir þjófar tóku sjóðsvél

Brotist var í verslun í Reykjavík í gærkvöldi eða nótt þar sem sjóðsvél var stolið. Atvikið sést á upptökum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir að um skipulagðan þjófnað sé að ræða og að málið sé í rannsókn.

Á­kærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.

Gullbakka stolið á Skóla­vörðu­stíg: „Þetta eru galdra­menn“

Bakka fullum af gullmunum var stolið úr Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari segir að hann eigi eftir að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar en mögulega hafi fleiri munum verið stolið. Að minnsta kosti hlaupi þýfið á fleiri hundruð þúsundum.

Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022.

Sagði höfuð­paurinn hafa hótað sér líf­láti

Tveir rúmenskir karlmenn, sem voru í síðustu viku sakfelldir fyrir hylmingu í tengslum við eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, sögðu fyrir dómi að þeir hefðu verið þvingaðir til að fremja sín brot af manninum sem skipulagði þjófnaðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þó ekkert sanna þá frásögn mannanna og mat hana því ósannaða.

Sjá meira