Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27.12.2024 12:06
Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson fer með hlutverk rússnesks fangavarðar í bandarísku ofurhetjumyndinni Kraven the Hunter. 27.12.2024 10:37
Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Friðrik Þór Jónsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar Varmahlíðar, lenti í smá óhappi í vinnunni í gærmorgun. 20.12.2024 15:14
Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Baldvin Oddsson, framkvæmdastjóri bandaríska sprotafyrirtækisins The Musicians Club, sagði upp 99 starfsmönnum á einu bretti vegna þess að þeir mættu ekki á morgunfund. Þeir ellefu sem mættu á fundinn fengu að halda starfinu. 20.12.2024 12:21
Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20.12.2024 11:42
Vill að stjórn FH fari frá Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. 20.12.2024 08:52
Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Karlmaður á fertugsaldri er í varðhaldi í Michigan-ríki Bandaríkjanna grunaður um að stinga forseta fyrirtækisins sem hann vann hjá. Lögreglan vestanhafs telur mögulegt að maðurinn hafi verið að herma eftir skotárás sem beindist að forstjóra hjá UnitedHealthcare í New York fyrr í desember og hefur vakið gríðarlegt umtal. 20.12.2024 07:49
Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af Lamba sviðasultu frá Kjarnafæði Norðlenska vegna gruns um listeríugerill. Varan hefur verið innkölluð. 19.12.2024 14:20
Jóna Björk tekur við Garðheimum Jóna Björk Gísladóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Garðheima. Hún tekur við starfinu af Kristínu Helgu Gísladóttur, sem hefur ákveðið að láta af störfum eftir farsælan áratug í starfi. 19.12.2024 14:12
Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ákveðið verður 17. janúar næstkomandi hvort þinghald í Krýsuvíkurmálinu svokallaða verði opið eða lokað. Í málinu er sætir Sigurður Fannar Þórsson, maður á fimmtugsaldri ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum. 19.12.2024 13:14