Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20.12.2024 11:42
Vill að stjórn FH fari frá Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. 20.12.2024 08:52
Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Karlmaður á fertugsaldri er í varðhaldi í Michigan-ríki Bandaríkjanna grunaður um að stinga forseta fyrirtækisins sem hann vann hjá. Lögreglan vestanhafs telur mögulegt að maðurinn hafi verið að herma eftir skotárás sem beindist að forstjóra hjá UnitedHealthcare í New York fyrr í desember og hefur vakið gríðarlegt umtal. 20.12.2024 07:49
Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af Lamba sviðasultu frá Kjarnafæði Norðlenska vegna gruns um listeríugerill. Varan hefur verið innkölluð. 19.12.2024 14:20
Jóna Björk tekur við Garðheimum Jóna Björk Gísladóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Garðheima. Hún tekur við starfinu af Kristínu Helgu Gísladóttur, sem hefur ákveðið að láta af störfum eftir farsælan áratug í starfi. 19.12.2024 14:12
Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ákveðið verður 17. janúar næstkomandi hvort þinghald í Krýsuvíkurmálinu svokallaða verði opið eða lokað. Í málinu er sætir Sigurður Fannar Þórsson, maður á fimmtugsaldri ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum. 19.12.2024 13:14
Brjálaðist út í barn í bíó Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum vegna atviks sem átti sér stað í bíósal í júlí á þessu ári, nánar tiltekið í Sambíóunum í Kringlunni. 19.12.2024 11:50
Ingibjörg Þórdís til Elko Ingibjörg Þórdís Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns innkaupa- og vörustýringasviðs fyrirtækisins hjá Elko. 19.12.2024 11:17
Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum. 19.12.2024 08:56
Fastir í Múlagöngum í tvo tíma Starfsmenn úr áhöfn Freyju, nýjasta varðskipi Landhelgisgæslunnar, voru fyrir örskömmu að losna úr Múlagöngum, sem liggja á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. 18.12.2024 16:39