Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Ívar Aron Hill Ævarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stunguárás og önnur brot. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Ívar Aron hlotið tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjaness í málinu. 17.12.2024 16:35
Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Framkvæmdastjóri Skúbb Ísgerðar hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að honum sé skylt að fjarlægja ljósaskilti sem er við ísbúð Skúbb, sem er við Laugarásveg í Reykjavík. Í kærunni segir að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni. 17.12.2024 15:59
Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Staða forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu var auglýst nýverið og 39 sóttu um starfið, en fimmtán drógu umsókn sína til baka. 17.12.2024 14:39
Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni „Við höfum alveg frá fyrsta degi talað fyrir því að þessi atburður sé þannig að það þurfi að fara yfir í rauninni alla atburðarásina og ná sýn á stóru myndina,“ segir Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar, sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum. 13.12.2024 08:00
Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gefur lítið fyrir orðróm um að hann ætli að segja skilið við stjórnmálin. Jafnframt segist hann ekki ætla að fara að starfa hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. 12.12.2024 19:36
Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og fyrir fleiri brot gegn henni. 12.12.2024 18:09
Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Landsréttur hefur staðfest sakfellingu lögreglumanns sem var ákærður fyrir líkamsárás gegn fanga í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu þann 16. maí 2016. Honum er þó ekki gerð refsing í málinu. 12.12.2024 17:23
Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Máli Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpi í 36 ár, á hendur Ríkisútvarpinu hefur verið vísað frá dómi. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. 12.12.2024 15:28
Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintar hnífaárásar sem er sögð hafa átt sér stað skömmu eftir miðnætti föstudaginn 9. júní á gistiheimili í Kópavogi. 12.12.2024 07:02
Hefur styrkt KR um 300 milljónir Róbert Wessman stofnandi og forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvotech hefur á síðustu árum styrkt íþróttastarf KR í gegnum fyrirtæki sín um tæplega 300 milljónir króna. 11.12.2024 21:57