Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu

Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Samninganefndir Breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Sérsveitin sprengdi úti á Granda

Sérsveit ríkislögreglustjóra efndi til reglubundinnar æfingar við hafnarsvæðið á Granda í Reykjavík í dag. Viðfangsefni æfingarinnar var yfirtaka á skipum og öðrum sjóförum. Tökumaður Stöðvar 2 myndaði æfinguna í dag, þar sem notast var við sprengiefni og sprengjuvélmenni.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við Breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu. 

Stóðu í ströngu í ó­veðrinu sem skall skyndi­lega á

Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn hátt í níutíu bíla sem sátu fastir við Vatnshorn í Húnaþingi vestra í gærkvöldi. Mikið álag var á björgunarsveitum á nær öllu Norðurlandi vestra í gær í óveðri sem skall skyndilega á.

Á­fallið kalli á heildar­endur­skoðun

Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins.

Sænska popp­stjarnan sem lifir venju­legu lífi í Garða­bæ

Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tugir mættu til vinnu í Grindavík í dag þegar atvinnustarfsemi hófst á ný eftir langt hlé. Á sama tíma er Grindavík enn nær alveg vatnslaus en vonir standa til að köldu vatni verði komið á bæinn á morgun. Við ræðum við formann Verkalýðsfélags Grindavíkur í myndveri, sem segir glórulaust að opna bæinn á þessu stigi.

„Galið“ að opna bæinn upp á gátt

Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður fyrir búsetu og atvinnustarfsemi. Hann segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr en í morgun, þegar þau voru boðuð á fund með fulltrúum ráðuneyta. Ekki nema um tíu manns gistu í Grindavík í nótt, fyrstu nóttina eftir að bærinn var opnaður að fullu.

Sjá meira