Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 19:13 Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Guðmundur Felix Grétarsson forsetaframbjóðendur voru öll á fullu í dag. Vísir/Bjarni Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50
Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07