Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. 15.3.2023 13:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa, á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra í Kænugarði í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu. 14.3.2023 18:10
Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13.3.2023 04:08
Sara vann ekki Óskarsverðlaun Sara Gunnarsdóttir vann ekki Óskarsverðlaun fyrir teiknaða stuttmynd sína, My Year of Dicks. Teiknimyndin The Boy, the Mole, the Fox and the Horse hreppti þess í stað verðlaunin. 13.3.2023 02:10
Óskarsvaktin 2023 Óskarsverðlaunin fara fram í kvöld í Dolby leikhúsinu þar sem allar skærustu stjörnur kvikmyndaheimsins koma saman og vonast eftir því að fara heim með gullstyttu. Dóra Júlía og Kristín Ólafsdóttir ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er svo að lýsa hátíðinni í beinni á Stöð 2. 12.3.2023 22:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt með miklum meirihluta í dag. Formaður Eflingar segir SA hafa neitað að eiga eðlilegar samningaviðræður við félagið og því hafi það ekki getað gert ákjósanlegan samning fyrir sitt fólk. Framkvæmdastjóri SA segir aðgerðir Eflingar hafa kostað mikið en skilað litlu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 8.3.2023 18:08
„Það skelfilegasta sem ég hef lent í“ Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. 5.3.2023 19:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 5.3.2023 18:09
Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður utanríkismálanefndar telur að hugmyndir um íslenskan her eigi ekki við í dag og að fjármálum til varnarmála væri betur varið í að styrkja mikilvæga innviði sem önnur ríki gætu gert atlögu að úr fjarska. Forsætisráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni á þjóðaröryggisstefnu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 5.3.2023 11:53
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast megi við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur þó ekki þörf á því; ef auka eigi fjármuni til varnarmála væri þeim betur varið annars staðar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 4.3.2023 18:03