Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31.12.2022 09:45
Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30.12.2022 19:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna óveðurs sem gengur yfir á morgun. Flugi verður seinkað og aðrar samgöngur gætu farið úr skorðum. Við ræðum við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 30.12.2022 18:04
Áramótin gætu „horfið í dimmt él“ Áramótin á höfuðborgarsvæðinu gætu horfið í dimmt él, að sögn veðurfræðings, en gular hríðarviðvaranir taka gildi á suður- og vesturhluta landsins á morgun - og Vegagerðin varar við vegalokunum. Þá ríkir enn óvissa um hvort gamlársbrennur, þær fyrstu frá upphafi faraldurs, verði tendraðar á höfuðborgarsvæðinu. 30.12.2022 12:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einungis ófullnægjandi gögn hafa borist ríkislögreglustjóra frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu í máli Hrafnhildar Lilju, sem myrt var fyrir fjórtán árum. Þetta segir yfirlögregluþjónn, sem ætlar ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafa borist. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 29.12.2022 18:01
Reyðfirðingar aftur komnir með rafmagn Rafmagn er komið aftur á á Reyðarfirði eftir alvarlega bilun í morgun. Rafmagnslaust var í bænum í um sex klukkustundir og hiti fór af húsum. 29.12.2022 14:26
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29.12.2022 11:47
Óborganlegustu mistök ársins Það skiptust á skin og skúrir á árinu sem er að líða, eins og öll ár þar á undan auðvitað. Sumt gekk vel, eins og Einari Þorsteins í sveitarstjórnarkosningunum, en annað gekk alveg ótrúlega illa, eins og sorphirða í Reykjavík. 29.12.2022 06:50
Bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund kall og neytendur jafn hneykslaðir og 2008 Þau tímamót urðu nýverið að verð á bíómiða er í fyrsta sinn komið yfir tvö þúsund krónur. Neytendur sem fréttastofa tók tali sögðu verðið sláandi en lýsandi fyrir efnahagsástandið í landinu. Þá bíti verðbólgan fast í jólainnkaupunum þetta árið. 20.12.2022 11:12
„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19.12.2022 21:15