fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir ó­skiljan­legt að halda Grinda­vík á­fram lokaðri

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár.

For­stjóri rekinn og skoðað hvort slíta eigi sam­starfi við Eim­skip

Skipafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Royal Arctic Line, er í ólgusjó. Forstjóri félagsins undanfarin átta ár, Verner Hammeken, var látinn taka pokann sinn og landsstjórnin hefur ákveðið að endurskoða alla starfsemi félagsins, þar á meðal siglingasamstarf þess við Eimskip um Ísland.

Segir á­nægju­legt að sjá tölur um skattspor ferða­þjónustu

Skattspor ferðaþjónustunnar í fyrra nam 92 milljörðum króna, ef þröngt er reiknað, samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar spáir því að greinin afli hátt í fjörutíu prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins í ár.

Urriða­foss virkjaður en Héraðs­vötn vernduð

Þrír virkjunarkostir færast úr biðflokki yfir í nýtingarflokk en tveir úr biðflokki yfir í verndarflokk, samkvæmt tillögudrögum verkefnisstjórnar að rammaáætlun sem kynnt voru í dag.

Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi

Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi.

Ó­vissan heldur á­fram um út­boð næstu jarð­ganga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vísar því til Alþingis að ákvarða hvort bíða eigi með útboð næstu jarðganga þar til séð verður hvernig ný bortækni reynist. Hann vonast til að það skýrist fyrir vorið hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð.

Um­ferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg

Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð.

Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út

Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár.

Olían í bræðslunum þurrkaði upp á­vinning rafbílavæðingar

Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi.

Sjá meira