fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði.

Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll

Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna.

Umferð hleypt á nýja veginn um Ölfus á næstu dögum

Nýr kafli hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss er að verða tilbúinn, nærri þremur mánuðum á undan áætlun, og er stefnt að því að önnur akrein síðasta áfangans verði opnuð umferð í lok vikunnar og hin akreinin í næstu viku.

Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar

Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar.

Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag

Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við.

Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð

Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun.

Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust

Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar.

Sjá meira