Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjúkra­tryggingar aug­lýsa eftir rekstrar­aðilum hjúkrunar­heimila

Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðilum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur á 80 til 150 rýma hjúkrunarheimilum. Í tilkynningu segir að um sé að ræða minnst þrjú ný hjúkrunarheimili sem eigi að taka til starfa á næstu árum. Þau verða staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Ekki liggur fyrir að svo stöddu nákvæmur fjöldi rýma eða nákvæm staðsetning heimilanna.

Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana

Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi.

Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni

Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er enn nokkuð mikil. Nú er virkni í þremur gígum en á sama tíma hefur nokkuð hægt á framrás hrauntungu við Svartsengi. Í nýrri uppfærslu Veðurstofunnar segir að frá því í gær hafi þrjú svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells.

Fram­sókn með þriggja prósenta fylgi í borginni

Framsóknarflokkurinn mælist nú með þriggja prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu, Borgarvitanum. Yrði gengið til kosninga í sveitarstjórn í dag myndi flokkur borgarstjóra því ekki ná inn í borgarstjórn. Flokkurinn fékk 18,9 prósenta fylgi í kosningunum árið 2022.

Ekki þörf enn á að stækka varnar­garða við Bláa lónið

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni.

Sigraði í al­þjóð­legri kokteilakeppni á Kýpur

Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni sem haldin var í Limassol á Kýpur um síðustu helgi. Margir af fremstu barþjónum heims tóku þátt í keppninni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa áður sigrað landskeppnir eða sigrað í alþjóðlegum keppnum.

Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni

Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið lokaðar frá brunanum í Kringlunni í sumar var opnaður á ný í dag. Elísabet Inga kíkti í opnunarpartý í Kringlunni í kvöld og ræddi við Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar.

Sjá meira