Segir kerfið augljóslega mölbrotið Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum. 26.10.2024 17:14
Styrkti Kvenréttindafélagið um milljónir á síðasta ráðherradegi Svandís Svavarsdóttir útdeildi tveimur milljónum af skúffupeningum sínum til Kvenréttindafélags Íslands sinn síðasta dag í embætti sem innviðaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Samtals hafa sjö ráðherrar ríkisstjórnar útdeilt 9.095.000 krónum í ýmis verkefni af ráðstöfunarfé á þessu ári. 26.10.2024 07:01
„Hættan af þessum mönnum var þekkt” Afstaða, félag fanga, segir samtökin hafa ítrekað varað við því úrræðileysi sem tæki við manni sem nýlega losnaði úr fangelsi og er nú grunaður um að hafa myrt móður sína. Hættan hafi verið vel þekkt en ekkert gert til að koma í veg fyrir hana. 25.10.2024 13:20
Loka Fjölskyldulandi í næstu viku Innileikvellinum Fjölskyldulandi verður lokað í næstu viku. Innan við tvö ár eru frá því að leikvöllurinn var opnaður í Dugguvogi. Fjölskylduland er fyrir fjölskyldur með börn á leikskólaaldri og í fyrsta bekk í grunnskóla. Haldin hafa verið námskeið þar fyrir börn auk þess sem leikvöllurinn var opinn fólki gegn gjaldi. 25.10.2024 10:56
Loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum: „Ég er miður mín að lesa þetta“ Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni að loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum sem er hjúkrunarheimili fyrir heilabilaða. Vísað er til þjónustuþyngdar, óhentugs húsnæðis og að ekki sé ekki hægt að þjónusta fólk til æviloka. 25.10.2024 10:06
Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24.10.2024 23:27
Sendi út neyðarkall vegna meðmælasöfnunar Vinstri grænna Ragnar Auðun Árnason framkvæmdastjóri Vinstri grænna sendi í morgun neyðarkall á félaga í Vinstri grænum og sagði meðmælasöfnun áhyggjuefni. Hann segist ekki hafa sömu áhyggjur í kvöld. Meðmælasöfnun gangi vel en sé þó ekki lokið. 24.10.2024 23:02
Arna Lára leiðir lista Samfylkingar í Norðvestur Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti. 24.10.2024 22:38
Samþykktu listann í Kraganum: Jón skipar fimmta sætið Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón sóttist upprunalega eftir 2. sæti, því sama og hann skipaði í síðustu kosningum, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður flokksins hafði betur í kosningu. 24.10.2024 21:29
Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. 24.10.2024 21:01