Samþykktu listann í Kraganum: Jón skipar fimmta sætið Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 21:29 Jón Gunnarsson sóttist eftir 2. sæti en fékk það ekki. Hann var skipaður í fimmta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í staðinn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón sóttist upprunalega eftir 2. sæti, því sama og hann skipaði í síðustu kosningum, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður flokksins hafði betur í kosningu. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fundaði í kvöld og afgreiddi heildarlista fyrir komandi alþingiskosningar. Til viðbótar við þau fjögur sæti sem raðað var í síðastliðinn sunnudag var skipað í 5. - 28. sæti. Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti listans. Árni Helgason lögmaður skipar 6. sæti listans, Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi skipar 7. sætið og Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og háskólanemi skipar 8. sætið. Óli Björn Kárason alþingismaður og fyrrverandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins skipar heiðurssæti listans. Jón sáttur og bjartsýnn Jón segist stefna á áframhaldandi þingsetu. Þetta gæti orðið baráttusæti en hann sé til í það. Hann segist hafa ákveðið að þiggja að skipa 5. sætið á listanum eftir nokkurra daga umhugsun og eftir að hafa fengið hvatningu víða að. „Ég er mjög sáttur og bjartsýnn fyrir hönd flokksins í komandi kosningum,” segir Jón og það verði barist fyrir því að ná allavega fimm sætum inn. „Við teljum okkur eiga fullt erindi. Reynsla mín og þekking nýtist vel á þessum góða lista.“ Jón sóttist eftir 2. sæti á listanum en þegar það gekk ekki sóttist hann ekki eftir 3. eða 4. sæti eins og hann hefði getað gert á fundi síðustu helgi. Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir voru skipaðar í þau sæti á fundinum. „Svo bara eftir nokkra daga og alla þá hvatningu sem ég hef fengið var ákveðið að stilla þessu upp svona og ég er mjög sáttur við það.“ Hann segist spenntur að halda áfram. „Ég væri ekki í þessu nema ég væri með ástríðu fyrir þessu og væri með trú á verkefnunum.“ Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í heild: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Kópavogi Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, Hafnarfirði Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi Árni Helgason, lögmaður, Seltjarnarnesi Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seltjarnarnesi Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS, háskólanemi, Hafnarfirði Sunna Sigurðardóttir, deildarstjóri, Garðabæ Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Mosfellsbæ Ragnhildur Sophusdóttir, forstöðumaður, Kópavogi Halla Sigrún Mathiesen, verkefnastjóri, Hafnarfirði Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, Garðabæ Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri, Hafnarfirði Birgir Leifur Hafþórsson, fyrrv. atvinnukylfingur, Garðabæ Sigríður Marta Harðardóttir, eigandi Elley, Seltjarnarnesi Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri, Mosfellsbæ Þorvarður Hrafn Ásgeirsson, sagnfræðingur, Kópavogi Diana Björk Olsen, deildarstjóri, Hafnarfirði Vigdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur/MBA, Garðabæ Bjarni Thedór Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði Birta Guðrún Helgadóttir, nemi, Kópavogi Bogi Jónsson, bæklunarskurðlæknir, Garðabæ Hólmar Már Gunnlaugsson, sjómaður, Grindavík Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi, Seltjarnarnesi Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttamiðlari, Mosfellsbæ Óli Björn Kárason, alþingismaður, Seltjarnarnesi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32 Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fundaði í kvöld og afgreiddi heildarlista fyrir komandi alþingiskosningar. Til viðbótar við þau fjögur sæti sem raðað var í síðastliðinn sunnudag var skipað í 5. - 28. sæti. Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti listans. Árni Helgason lögmaður skipar 6. sæti listans, Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi skipar 7. sætið og Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og háskólanemi skipar 8. sætið. Óli Björn Kárason alþingismaður og fyrrverandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins skipar heiðurssæti listans. Jón sáttur og bjartsýnn Jón segist stefna á áframhaldandi þingsetu. Þetta gæti orðið baráttusæti en hann sé til í það. Hann segist hafa ákveðið að þiggja að skipa 5. sætið á listanum eftir nokkurra daga umhugsun og eftir að hafa fengið hvatningu víða að. „Ég er mjög sáttur og bjartsýnn fyrir hönd flokksins í komandi kosningum,” segir Jón og það verði barist fyrir því að ná allavega fimm sætum inn. „Við teljum okkur eiga fullt erindi. Reynsla mín og þekking nýtist vel á þessum góða lista.“ Jón sóttist eftir 2. sæti á listanum en þegar það gekk ekki sóttist hann ekki eftir 3. eða 4. sæti eins og hann hefði getað gert á fundi síðustu helgi. Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir voru skipaðar í þau sæti á fundinum. „Svo bara eftir nokkra daga og alla þá hvatningu sem ég hef fengið var ákveðið að stilla þessu upp svona og ég er mjög sáttur við það.“ Hann segist spenntur að halda áfram. „Ég væri ekki í þessu nema ég væri með ástríðu fyrir þessu og væri með trú á verkefnunum.“ Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í heild: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Kópavogi Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, Hafnarfirði Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi Árni Helgason, lögmaður, Seltjarnarnesi Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seltjarnarnesi Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS, háskólanemi, Hafnarfirði Sunna Sigurðardóttir, deildarstjóri, Garðabæ Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Mosfellsbæ Ragnhildur Sophusdóttir, forstöðumaður, Kópavogi Halla Sigrún Mathiesen, verkefnastjóri, Hafnarfirði Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, Garðabæ Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri, Hafnarfirði Birgir Leifur Hafþórsson, fyrrv. atvinnukylfingur, Garðabæ Sigríður Marta Harðardóttir, eigandi Elley, Seltjarnarnesi Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri, Mosfellsbæ Þorvarður Hrafn Ásgeirsson, sagnfræðingur, Kópavogi Diana Björk Olsen, deildarstjóri, Hafnarfirði Vigdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur/MBA, Garðabæ Bjarni Thedór Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði Birta Guðrún Helgadóttir, nemi, Kópavogi Bogi Jónsson, bæklunarskurðlæknir, Garðabæ Hólmar Már Gunnlaugsson, sjómaður, Grindavík Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi, Seltjarnarnesi Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttamiðlari, Mosfellsbæ Óli Björn Kárason, alþingismaður, Seltjarnarnesi
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32 Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32
Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19
Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35
„Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12