Alvarleg bilun í farsíma- og netþjónustu á Akureyri Alvarleg bilun varð á Akureyri sem hafði áhrif á farsíma á Eyjafjarðarsvæðinu og heimanettengingu á Norðurlandi. Þá urðu einnig fyrirtækjatengingar fyrir áhrifum af þessari bilun. Bilun kom upp í varaaflsbúnaði. Búið er að leysa málið. 15.10.2024 13:48
Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15.10.2024 13:22
Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Sextán ára dreng frá Kólumbíu verður vísað úr landi ásamt föður sínum klukkan 13 í dag. Faðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðir drengsins hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn drengnum. 15.10.2024 12:14
Skordýr í pastaskrúfum Krónan hefur hafið innköllun og tekið úr sölu pastaskrúfu sem seldar eru undir vörumerkinu First Price eftir að skordýr fannst í innihaldi einnar pakkningar frá framleiðandanum. Ekki kemur fram í tilkynningu hvaða skordýr það var. 15.10.2024 10:32
„Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. 14.10.2024 14:57
Staðan óljós eftir atburðarás gærdagsins Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn. 14.10.2024 14:32
„Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir liggja fyrir að forsætisráðherra hafi ekki beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Ræða þurfi hvort setja eigi þess í stað starfsstjórn. 14.10.2024 13:30
Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14.10.2024 12:58
Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda með forseta Íslands hver á fætur öðrum í kjölfar fundar forseta með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir þingrofi 14.10.2024 08:23
„Leiðangurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti“ Eftir viku halda tvær íslenskra konur, Soffía Sigurgeirsdóttir og Lukka Pálsdóttir, til Nepal til að ganga upp á austurtind Lobuche í Himalayafjöllum í Nepal. Upp að tindi eru 6.119 metrar. Soffía og Lukka ganga til stuðnings sjerpa fjallgöngukonum í Nepal. 13.10.2024 07:03