„Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Fyrirtaka fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli níu einstaklinga sem krefjast miskabóta vegna framgöngu lögreglu á mótmælum þann 31. maí í Skuggasundi, við fund ríkisstjórnarinnar, vegna ástandsins á Gasa. Þar voru um 40 mótmælendur beittir piparúða. Þrír fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu sjúkraliða á vettvangi. 8.11.2024 10:02
Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. 7.11.2024 22:02
Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi. 7.11.2024 22:00
Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. 7.11.2024 21:03
„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7.11.2024 20:03
Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í fyrra um að íslenska ríkið þurfi að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. 7.11.2024 18:52
Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7.11.2024 17:59
Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Rúm 95 prósent lækna samþykktu í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 85 prósent. Verkföll hefjast 25. nóvember. 7.11.2024 16:47
Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra. 7.11.2024 15:47
Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Kærunefnd húsamála hafnaði í dag kröfu konu um að leigusali skyldi endurgreiða henni leigu sem nemur 800 þúsund krónum sem hún greiddi fyrir leigu frá 1. desember í fyrra þar til 1. mars á þessu ári. Nefndin samþykkti á sama tíma kröfu leigusalans um að konan greiði honum mánaðarleigu sem hún skuldi auk 65 þúsund króna sem vantaði upp á einn mánuðinn. 6.11.2024 23:19