„Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28.12.2024 17:00
„Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. 28.12.2024 14:38
Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Vladímír Pútín hefur beðið Ilham Aliyev, forseta Azerbaísjan, afsökunar á „hörmulegu atviki“ sem varðar brotlendingu aserskrar farþegaflugvélar í Kasakstan. Pútín hefur þó ekki viðurkennt sekt Rússa í málinu. 28.12.2024 13:51
Andrew Garfield á Íslandi Bandaríski leikarinn Andrew Garfield er á Íslandi og virðist hafa skellt sér á Fjallkonuna yfir hátíðarnar. 28.12.2024 12:08
Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2024. Fólk var mikið að pæla í eldgosum, vöxtum og starfsstjórn. Þá vekur athygli hve margir lásu um börn íslenskra kvenna og Tyrkjaránsmanna. 28.12.2024 11:44
Íslandsvinurinn OG Maco látinn Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði. 28.12.2024 10:24
Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Tveir sextán ára unglingar, strákur og stelpa, voru skotnir til bana og þrír særðir í partýi í Houston í Bandaríkjunum. Meðal hinna særðu er þrettán ára stúlka sem er í lífshættu. Hins grunaða er enn leitað. 16.12.2024 00:01
Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15.12.2024 22:51
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15.12.2024 21:34
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15.12.2024 20:09