Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Vísbendingar eru komnar fram um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar á lungu, hjarta og heila. Rannsóknir sýna að rafsígarettur hafa ekki reynst gagnlegar til að hætta sígarettureykingum og tilhneigingin sé þvert á móti að innbyrða meira nikótín. 3.4.2025 14:30
Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu. 3.4.2025 10:54
Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla ekki að veita umsögn um frumvarp um hækkun á veiðigjaldi innan tilskilins frests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin segja ráðuneytið ekki hafa lagt mat á möguleg áhrif frumvarpsins, hafna faglegri úrvinnslu gagna og upplýstri umræðu. 3.4.2025 09:35
Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks en hann hefur gegnt varaformennsku félagsins undanfarin ár. 3.4.2025 08:30
Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. 3.4.2025 07:50
Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan við Grindavík 1. apríl en jarðskjálftavirkni hefur haldist stöðug í nótt. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar og dreifast þeir nokkuð jafnt eftir ganginum. 3.4.2025 06:25
Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd David Fincher mun leikstýra framhaldi Tarantino-myndarinnar Once Upon a Time in Hollywood fyrir Netflix. Tarantino skrifar sjálfur handritið og snýr Brad Pitt aftur sem áhættuleikarinn Cliff Booth. 2.4.2025 14:02
Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Hvað á fólk að gera ef maki þeirra fer í taugarnar á þeim? Klínískur félagsráðgjafi segir hinn fullkomna maka ekki vera til og fólki þurfi að velja glímur sínar vandlega. Mikilvægt sé að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða. Sá sem er ekki þakklátur fyrir maka sinn er ólíklega hamingjusamur í sambandinu. 2.4.2025 12:01
Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára. 2.4.2025 10:22
Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að fórnarlömb kínverska raðnauðgarans Zhenhao Zou, sem var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að nauðga tíu konum, séu fleiri en sextíu talsins. Zou bauð konum heim til sín, byrlaði þeim og tók upp nauðganirnar. 2.4.2025 09:13