Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rafrettur hafi lang­varandi af­leiðingar á lungu, heila og hjarta

Vís­bend­ing­ar eru komn­ar fram um að rafsíga­rett­ur­eyk­ing­ar hafi lang­vinn­ar heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar á lungu, hjarta og heila. Rannsóknir sýna að rafsíga­rett­ur hafa ekki reynst gagn­leg­ar til að hætta síga­rett­ur­eyk­ing­um og tilhneigingin sé þvert á móti að inn­byrða meira nikó­tín.

Bókun 35 þokast nær af­greiðslu

Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu.

Neita að skila um­sögn um frum­varpið fyrir til­skilinn frest

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla ekki að veita umsögn um frumvarp um hækkun á veiðigjaldi innan tilskilins frests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin segja ráðuneytið ekki hafa lagt mat á möguleg áhrif frumvarpsins, hafna faglegri úrvinnslu gagna og upplýstri umræðu.

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu

Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum.

Stöðug og jöfn jarð­skjálfta­virkni

Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan við Grindavík 1. apríl en jarðskjálftavirkni hefur haldist stöðug í nótt. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar og dreifast þeir nokkuð jafnt eftir ganginum.

Meðal­ævi­lengd eykst milli ára og ung­barna­dauði minnkar

Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára.

Sjá meira