Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu

Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum.

Stöðug og jöfn jarð­skjálfta­virkni

Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan við Grindavík 1. apríl en jarðskjálftavirkni hefur haldist stöðug í nótt. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar og dreifast þeir nokkuð jafnt eftir ganginum.

Meðal­ævi­lengd eykst milli ára og ung­barna­dauði minnkar

Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára.

Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet

Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur.

Val Kilmer er látinn

Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi.

Kærir Musk til hæsta­réttar vegna milljónagjafa til kjós­enda

Dómsmálaráðherra Wisconsin, demókratinn Josh Kaul, hefur kært yfirlýsingar Elon Musk, um að hann ætli að gefa tveimur kjósendum milljón dali, til hæstaréttar ríkisins. Tvö lægri dómstig hafa hafnað kæru Kaul sem vill meina að greiðslur Musk feli í sér mútur.

Sjá meira