Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. 3.4.2025 07:50
Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan við Grindavík 1. apríl en jarðskjálftavirkni hefur haldist stöðug í nótt. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar og dreifast þeir nokkuð jafnt eftir ganginum. 3.4.2025 06:25
Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd David Fincher mun leikstýra framhaldi Tarantino-myndarinnar Once Upon a Time in Hollywood fyrir Netflix. Tarantino skrifar sjálfur handritið og snýr Brad Pitt aftur sem áhættuleikarinn Cliff Booth. 2.4.2025 14:02
Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Hvað á fólk að gera ef maki þeirra fer í taugarnar á þeim? Klínískur félagsráðgjafi segir hinn fullkomna maka ekki vera til og fólki þurfi að velja glímur sínar vandlega. Mikilvægt sé að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða. Sá sem er ekki þakklátur fyrir maka sinn er ólíklega hamingjusamur í sambandinu. 2.4.2025 12:01
Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára. 2.4.2025 10:22
Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að fórnarlömb kínverska raðnauðgarans Zhenhao Zou, sem var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að nauðga tíu konum, séu fleiri en sextíu talsins. Zou bauð konum heim til sín, byrlaði þeim og tók upp nauðganirnar. 2.4.2025 09:13
Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur. 2.4.2025 07:47
Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Ekki hefur sést virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Glóð logar enn í nýja hrauninu og er svæðið óstöðugt og varasamt. 2.4.2025 06:45
Val Kilmer er látinn Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi. 2.4.2025 06:27
Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Dómsmálaráðherra Wisconsin, demókratinn Josh Kaul, hefur kært yfirlýsingar Elon Musk, um að hann ætli að gefa tveimur kjósendum milljón dali, til hæstaréttar ríkisins. Tvö lægri dómstig hafa hafnað kæru Kaul sem vill meina að greiðslur Musk feli í sér mútur. 30.3.2025 17:26