Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1.9.2024 08:39
Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1.9.2024 08:16
Sol Bamba látinn aðeins 39 ára Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Sol Bamba er látinn aðeins 39 ára að aldri eftir að hafa veikst skyndilega á föstudag. Hann á að baki feril í ensku úrvalsdeildinni með Leicester, Leeds og Cardiff. 1.9.2024 07:39
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24.7.2024 17:13
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24.7.2024 14:44
Gústi Jó ráðinn markaðsstjóri Vöruverndar Ágúst Jóhannsson handboltaþjálfari, gjarnan þekktur sem Gústi Jó, hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri hjá Vöruvernd. 24.7.2024 13:42
Nýjasta tíska ferðalanga? Að fljúga berbakt um háloftin Ferðalangar á leið í átta tíma flug með Icelandair til Seattle gátu ekki horft á sjónvarp um borð og gramdist það sumum. Þeim gafst þó gullið tækifæri til að taka þátt í nýjasta TikTok-trendinu, að fara berbakt í flug. Um er að ræða fullkomna ögunar- og núvitundaræfingu. 24.7.2024 12:20
Þetta höfðu netverjar að segja um kappræðurnar Íslendingar voru duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan forsetakappræður Stöðvar 2 fóru fram. 30.5.2024 23:18
Guðlaug Edda fékk brons og Ólympíudraumurinn er innan seilingar Þríþrautarkappinn Guðlaug Edda Hannesdóttir fór langleiðina með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar þegar hún lenti í þriðja sæti í Asia Triathlon Cup í Osaka í Japan. 26.5.2024 01:18
„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. 25.5.2024 23:26