Klippari

Máni Snær Þorláksson

Máni Snær er klippari á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bjargaði kúm úr logandi hlöðu

Lögreglumaður í Wisconsin ríki í Bandaríkjunum bjargaði á dögunum þremur kúm úr logandi hlöðu. Næturvakt hans var að ljúka þegar hann kom auga á reyk sem kom úr hlöðu á bóndabæ. Hann mætti á vettvang og fór í hlöðuna þar sem hann fann kýrnar fastar.

Seldu upp Eld­borg á hálf­tíma

Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi.

Dagur og Trudeau biðla til Taylor Swift

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur að undanförnu verið á gífurlega vinsælu tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tilkynnti Swift að stefna ferðalagsins væri sett út um allan heim en þó ekki til Íslands. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum í að sannfæra stjörnuna um að gera sér ferð til höfuðborgar Íslands.

Ricky Martin að skilja

Tónlistarmaðurinn Ricky Martin og sænsk-sýrlenski listamaðurinn Jwan Yosef eru að skilja. Þeir hafa verið giftir í sex ár og segjast enda sambandið í góðu. Það sé þeirra helsta markmið að sjá til þess fjölskyldulífið verði heilbrigt.

Varð við bón að­dáanda og kýldi hann

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly kýldi aðdáanda sinn í andlitið á tónleikum á dögunum er hann var í miðju lagi. Það var þó ekki illa meint þar sem aðdáandinn bað hann um að kýla sig og var virkilega sáttur eftir höggið.

Eld­­gos muni ekki fjölga ferða­­mönnum í sumar

Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands.

Dó næstum því og er edrú í dag

Bandaríska leikkonan Tatum O'Neal, sem var yngst til að vinna Óskarsverðlaun, hefur barist við fíknina í áratugi en hún segist hafa misst tökin í kórónuveirufaraldrinum árið 2020. Þá hafi hún tekið of stóran skammt af ýmsum lyfjum og endað í dái í sex vikur.

Má ekki flytja lagið sitt og biður aðra um að gera það

Emmsjé Gauti segir viðtökurnar við þjóðhátíðarlaginu í ár hafa verið góðar. Það hafi þó ekki alltaf verið markmið að semja þjóðhátíðarlagið. Hann er spenntur fyrir því að frumflytja það í brekkunni í Vestmannaeyjum en ætlar þangað til að hlusta á annað fólk flytja lagið.

„Ég mana ykkur að kasta einhverju í mig“

Undanfarið virðist vera sem það sé að færast í aukana að ýmsum hlutum sé kastað í átt að tónlistarfólki á meðan það kemur fram á sviði. Tónlistarkonan Adele ræddi um þetta á tónleikum sínum og sendi aðdáendum sínum skilaboð.

Sjá meira