Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Týndist fyrir átta árum en fannst á lífi

Rudy Farias týndist þegar hann var átján ára gamall, fyrir rúmum átta árum síðan. Hann fannst á lífi á laugardaginn í kirkju sem staðsett er í um tólf kílómetra fjarlægð frá heimili hans í borginni Houston í Texas, Bandaríkjunum.

Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði

Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt.

Munur á veltunni þegar fólk getur sleikt sólina

Veitingastjóri í miðbænum segir að það hafi verið nóg að gera í miðbænum í sólinni í dag. Hann segir að mikill munur sé á veltunni þegar hægt er að geta bætt við tugum borða utandyra sem séu full allan daginn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinir nýr bankastjóri Íslandsbanka frá því að hann muni eiga fund með formanni VR á næstu dögum. En formaðurinn hefur hótað að segja félagið úr milljarða viðskiptum við bankann bregðist hann ekki meira við mistökum við sölu á hlut ríkisins æi bankanum og biðji þjóðina afsökunar.

Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum

Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan.

Út­smogin svika­skila­boð valdi fer­legu veseni

Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur.

Stefán Þór til First Water

Stefán Þór Winkel Jessen hefur verið ráðinn sem tæknistjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water, sem áður hét Landeldi. Stefán tekur meðfram því sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem hann hefur starfað hjá síðan í lok síðasta árs.

Óskars­verð­launa­leikarinn Alan Arkin látinn

Bandaríski leikarinn Alan Arkin er látinn, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Þá vann hann einnig til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum.

Gulli búinn að vinna síðustu vaktina

Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 

Sjá meira