Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Vill eignast börn með Bieber en er hrædd

Fyrirsætan Hailey Bieber segist virkilega vilja eignast börn með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Justin Bieber. Hún segist þó verða hrædd við tilhugsunina sökum þess hve erfitt henni finnst þegar fólk talar um ástvini sína.

Árekstur og húsbíll sem þveraði veginn

Að minnsta kosti einn árekstur varð á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Þá hafa þó nokkrir bílar verið skildir eftir á heiðinni og fólk flutt niður af heiðinni til Seyðisfjarðar.

Flestir hjúkrunar­­fræðingar hafi hugsað um að hætta

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. 

Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar

Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga.

Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn

Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn.

Erdogan leiðir en Kilicdaroglu er sigurviss

Núverandi forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, leiðir forsetakosningarnar í landinu eftir fyrstu tölur. Búið er að telja tæplega rúm fjörutíu prósent atkvæða og fékk Erdogan um 52,5 prósent þeirra. Helsti andstæðingur Erdogan í kosningunum, Kemal Kilicdaroglu, fékk 41,55 prósent atkvæða.

Hætta skapist ef jarð­hitinn færist nær

Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu.

Sam­komu­lag um að­komu ríkis í fjár­mögnun fimm nýrra skipa

Samkomulag um aðkomu ríkisins í fjármögnun á fimm nýjum björgunarskipum var undirritað á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þegar hafði verið samið um smíði þriggja nýrra skipa, tvö þeirra hafa verið afhent og von er á þriðja í haust.

Brotist inn til Hildar

Brotist var inn til óskarsverðlaunahafans Hildar Guðnadóttur í Berlín. Hildur segir innbrotsþjófinn hafa stolið hljóðfæri sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana en sé verðlaust fyrir þjófinn. Hún óskar eftir hjálp við að finna hljóðfærið.

„Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum“

Formaður BSRB segir Samband íslenskra sveitarfélaga ekki hafa sýnt neinn samningsvilja í kjaraviðræðum. Því séu allar líkur á að verkföll meðal félagsfólks hefjist eftir helgi. Foreldrar geti búist við því að þurfa mögulega að vera heima með börnunum sínum sökum verkfallanna.

Sjá meira