Klippari

Máni Snær Þorláksson

Máni Snær er klippari á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Göngu­leiðum að gosinu lokað í kvöld

Líkt og síðustu daga mun gönguleiðum inn á gossvæðið á Reykjanesskaga vera lokað klukkan 18 í kvöld. Fyrir það verður opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum gekk lokun vel í gær og voru engin óhöpp skráð.

Tekur út refsinguna með sam­fé­lags­þjónustu

Grínistinn Pete Davidson klessti bíl á heimili í Beverly Hills í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Davidson var ákærður fyrir vítaverðan akstur en fær að taka út refsinguna með samfélagsþjónustu.

Brady og Shayk rugla saman reitum

NFL-goðsögnin Tom Brady og ofurfyrirsætan Irina Shayk sáust fara heim saman um helgina. Þau eru sögð hafa eytt nóttinu saman og á Brady að hafa skutlað Shayk heim morguninn eftir.

Lá beinast við að sýna Björg­ólfi frænda nýja Rolex úrið

Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið.

Efsta stéttin sé með van­stilltan sið­ferðis­kompás

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás.

Hildur Guðna og Sam giftu sig á á­star­f­leyi

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það.

Love Is­land stjörnur trú­lofaðar

Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum. 

Velur fæðinguna fram yfir hjól­reiðarnar

Belgíski hjólreiðamaðurinn Wout van Aert hefur ákveðið að fara heim og klárar því ekki síðasta sprettinn í Tour de France mótinu. Ástæðan er sú að eiginkona hans á von á barni og hann vill vera á staðnum þegar það kemur í heiminn.

Telja sig hafa leyst ára­tuga gamalt morð­mál

Rúmlega fjórir áratugir eru síðan Laura Kempton var myrt þegar hún var einungis 23 ára gömul. Málið hefur verið óleyst síðan þá en nú telja yfirvöld í New Hampshire í Bandaríkjunum sig vita hver það var sem myrti Kempton.

Fær rúmar hundrað milljónir í skaða­bætur frá McDonald's

McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana.

Sjá meira