Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skora á Sjúkra­tryggingar að semja við tvo heimilis­lækna

Yfir fimm hundruð manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á Sjúkratryggirnar Íslands að semja um læknisþjónustu á Akureyri við heimilislæknana Guðrúnu Dóru Clarke og Val Helga Kristinsson eftir að starfsemi þeirra í bænum var stöðvuð tímabundið. Skjólstæðingur annars þeirra til margra ára segir út í hött að nýta ekki þá starfskrafta sem séu íbúum til boða.

Lög­regla sendi fólk aftur inn úr blíðunni

Gesti á Kaffibrennslunni í miðbænum var vísað inn af útisvæði staðarins eftir að í ljós kom að tilskilin leyfi til veitinga utandyra voru ekki til staðar. Lögreglumenn fóru á nokkra veitingastaði og bari niðri í bæ til að athuga hvort þeir væru með leyfi til veitingareksturs utandyra.

Á­ætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir

Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnjúka er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuversins HS orku. Framkvæmdastjóri segir að búið sé að gera allt sem hægt er til að tryggja órofna starfsemi orkuverksins og að atburðir gærdagsins hafi ekki haft nein áhrif.

Vonast til að opna Bláa lónið á næstu dögum

Bláa lónið verður lokað í dag og á morgun hið minnsta. Að sögn framkvæmdastjóra er vonast til þess að hægt verði að opna aftur í næstu viku. Skilyrði fyrir opnun eru að tvær flóttaleiðir frá staðnum séu færar. 

Talið að lík Mosley sé fundið

Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag.

Sól­ríkt sunnan­lands og allt að 16 stiga hiti

Léttskýjað verður á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og hiti gæti farið í allt að 16 stig. Þó er ekki er ólíklegt að hafgolan geri sig gildandi þar sem sólar nýtur. Norðaust­ast á land­inu má búast norðvestanátt.

Hraun­tungan mallar lötur­hægt á­fram

Virki í gígnum sem enn er er virkur í  eldgosinu við Sundhnúksgíga er svipuð og undanfarna daga. Hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg í gærmorgun hreyfist löturhægt eins og er, en viðbragsaðilar eru viðbúnir því að annað áhlaup gæti hafist á ný.

Tómas hitti sofandi hjartaskurðlækninn

Tómas Guðbjartsson hjartalæknir er staddur í Varsjá á ráðstefnu um hjartaskurðlækningar. Þar hitti hann einn fremsta hjartaskurðlækni Pólverja, Romual Cichon, sem var sofandi úti í horni á einni frægustu mynd sem tekin hefur verið í hjartaaðgerð og var valin mynd ársins 1987 í National Geographic.

Sjá meira