Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Meðal staða sem fengu heimsókn frá lögregluþjónum voru Hús Máls og menningar, Kaffibrennslan og Lebowski.
Á meðal kaffihúsa þar sem leyfi til þess að bjóða upp á mat og drykk utandyra var ekki til staðar er Kaffibrennslan á Laugarvegi. Þar var gestur að njóta veðurblíðunnar sem þurfti frá að hverfa eða færa sig inn í kjölfar heimsókn lögreglunnar.
Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa í dag eftir kuldatíð undanfarið.