Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Við­búnaður vegna leka í véla­rúmi fiski­skips

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á hæsta forgangi síðdegis í gær vegna leka í vélarrúmi fiskiskips í Húnaflóa. Áhöfn skipsins tókst þó að stöðva lekann og sigla því til hafnar.

„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“

Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM.

Meira álag á fullu tungli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinur finnur fyrir auknu álagi í sjúkraflutningum þegar hittir á fullt tungl. 

Byssu­maðurinn í Maine fannst látinn

Robert Card, sem grunaður er um að hafa orðið átján að bana í skotárás í Maine í Bandaríkjunum á miðvikudag, fannst látinn í gær. Umfangsmikil leit að honum hafði staðið yfir í tvo daga.

Segir ekkert eld­gos að byrja en hrinan haldi á­fram

Jarð­eðlis­fræðingur segir að skjálfta­hrinan á Reykja­nesi muni að öllum líkindum halda á­fram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eld­gos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðar­bungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær.

Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrra­­dag

Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. 

Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji

Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra.

Ömur­legt að hús­næðiskreppan or­saki and­lát

Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði

Sjá meira