Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 10:41 Maðurinn var fluttur á sjúkrahús eftir brunann þar sem hann lést af sárum sínum. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. Eldurinn kviknaði í herbergi á neðri hæð hússins, sem er tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Slökkvistarf gekk vel en það tók slökkvilið um klukkustund að slökkva eldinn. Þrír slösuðust í brunanum, einn alvarlega. Sá var inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans skömmu síðar. Hinir hlutu annars vegar brunasár og reykeitrun en hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum Eiríkur Valberg, hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldsupptök liggi ekki fyrir. Aðspurður segir hann að það sé ekki hægt að útiloka saknæmt athæfi, eins og íkveikju. Meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Myndavélar eru bæði utandyra og inni í húsinu, en Eiríkur segir að þær hafi skemmst í brunanum en verið sé að vinna í að endurheimta myndefni. Áfallateymi Rauða krossins veitti íbúum hússins sálrænan stuðning og leiðbeiningar á meðan slökkvistarf stóð yfir.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks, mest pólskir verkamenn, búa í húsinu. Funahöfði 7 er ekki skráð íbúðarhúsnæði heldur skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðið hefði gert úttekt á húsnæðinu í apríl á þessu ári. Eigendur hafi brugðist vel við ábendingum og gert úrbætur á brunavörnum. „Ef við horfum á allar staðreyndir, bruninn var í einu brunahólfi, það var ekki mikil reykútbreiðsla og viðvörunarkerfi fór í gang. Það eru allavega jákvæðar fréttir við þennan annars hræðilega atburð,“ sagði Jón Viðar. Bruni á Funahöfða Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Eldurinn kviknaði í herbergi á neðri hæð hússins, sem er tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Slökkvistarf gekk vel en það tók slökkvilið um klukkustund að slökkva eldinn. Þrír slösuðust í brunanum, einn alvarlega. Sá var inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans skömmu síðar. Hinir hlutu annars vegar brunasár og reykeitrun en hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum Eiríkur Valberg, hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldsupptök liggi ekki fyrir. Aðspurður segir hann að það sé ekki hægt að útiloka saknæmt athæfi, eins og íkveikju. Meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Myndavélar eru bæði utandyra og inni í húsinu, en Eiríkur segir að þær hafi skemmst í brunanum en verið sé að vinna í að endurheimta myndefni. Áfallateymi Rauða krossins veitti íbúum hússins sálrænan stuðning og leiðbeiningar á meðan slökkvistarf stóð yfir.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks, mest pólskir verkamenn, búa í húsinu. Funahöfði 7 er ekki skráð íbúðarhúsnæði heldur skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðið hefði gert úttekt á húsnæðinu í apríl á þessu ári. Eigendur hafi brugðist vel við ábendingum og gert úrbætur á brunavörnum. „Ef við horfum á allar staðreyndir, bruninn var í einu brunahólfi, það var ekki mikil reykútbreiðsla og viðvörunarkerfi fór í gang. Það eru allavega jákvæðar fréttir við þennan annars hræðilega atburð,“ sagði Jón Viðar.
Bruni á Funahöfða Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55
Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09