„Rosalega glaður í hjartanu að vera búinn að koma mínum 85 manna hóp út úr Ísrael“ Fararstjóri íslenska hópsins sem hafa verið strandaglópar í Ísrael síðustu daga, segist aldrei hafa fundið fyrir öðrum eins létti og nú þegar hópurinn er kominn út úr Ísrael. Áætlað er að hópurinn lendi á Íslandi um klukkan þrjú í nótt. Hópnum hefur verið boðin áfallahjálp. 9.10.2023 12:49
Fara fram á fjögurra daga vinnuviku í komandi kjaraviðræðum VR og LÍV munu gera þá kröfu í komandi kjaraviðræðum að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku. Stytting vinnuvikunnar sé til þess fallin að auka lífsgæði. 6.10.2023 16:19
„Farið allavega til sýslumanns og skrifið undir plaggið“ Kona sem missti skyndilega manninn sinn til þrettán ára, brýnir fyrir fólki að ræða dauðann. Hún hvetur pör til að gifta sig til að eiga rétt ef annað fellur frá. Ofan á áfallið sem fylgdi því að missa manninn sinn og standa eftir ein með fjögur börn, stóð hún frammi fyrir miklum fjárhagsvandræðum og þurfti að selja heimilið. 6.10.2023 14:24
Lýsa eftir Sigurveigu sem ekkert hefur spurst til í þrjá daga Lögreglu hefur verið tilkynnt um hvarf Sigurveigar Steinunnar Helgadóttur, 26 ára. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún fór frá heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudags. 6.10.2023 13:05
Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. 6.10.2023 10:46
Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala Heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Stefnt er að því að stækkun Grensásdeildar verði tekin í notkun árið 2027. 5.10.2023 14:53
Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5.10.2023 10:44
Ömurlegt að þurfa að ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur Trans kona segir ömurlegt að þurfa að stíga fram og ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur. Rætin saga um að grunnskólastúlkum í skólasundi hafi verið brugðið vegna karlmanns í sturtuklefanum, sé lygasaga byggð á hatri. 4.10.2023 11:46
Töldu sig svikna eftir milljarða sölu og stefndu Helga Helgi Hermannsson, stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, var í sumar dæmdur til að greiða fjórum hönnuðum samanlagt 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í. 2.10.2023 09:01
Hreyfingin til bjargar eftir sáran sonarmissi Daníel Sæberg Hrólfsson segist reyna að gera sitt allra besta til þess að vera þakklátur fyrir litlu stundirnar í lífinu og lifa í núinu eftir að hafa misst fjögurra ára gamlan son sinn af slysförum fyrir tveimur árum. Hann sé gott dæmi um að hægt sé að lifa mjög góðu lífi þrátt fyrir slíka lífsreynslu. 1.10.2023 20:01