Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. 29.9.2023 14:28
Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29.9.2023 13:10
Undirbúningur fyrir björgun háhyrningsins á lokametrunum Undirbúningur fyrir björgun ungs háhyrnings sem er strandaglópur innan Gilsfjarðarbrúar er á lokametrunum. Þegar flæðir að í kvöld verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. 28.9.2023 14:47
„Náttúran vinnur á allt öðrum tímaskala en við“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er enn á því að næsta gos hér á landi verði í Öskju. Reykjanesskaginn sé þó augljóslega líka kominn í gang og alls ekki sé útilokað að tvö eða fleiri gos verði á sama tíma. 28.9.2023 13:00
Fann mannakúk í regnhlíf í bílnum sínum Íbúi á Eskifirði fann heldur ókræsilegan glaðning í bifreið sinni seinnipartinn í gær. Einhver hafði laumast inn í bílinn, kúkað í regnhlíf og haldið á brott. Regnhlífin var skilin eftir í aftursæti bifreiðarinnar. 28.9.2023 10:47
Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27.9.2023 16:30
Örn Árnason hlaut fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti Erni Árnasyni, leikara, fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF í dag. Verðlaunin hlaut hann fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar, sér í lagi á sviði kvikmynda og talsetninga. 27.9.2023 15:52
Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. 27.9.2023 14:54
Frændi sótti rangt barn á leikskólann í gær Reglur á leikskólanum Mánagarði hafa verið skerptar í kjölfar atviks þar sem frændi sótti rangt barn í skólann í gær. Í tölvupósti sem leikskólastjóri sendi foreldrum í morgun kemur fram að barninu hafi fljótlega verið „skilað til baka og rétt barn tekið.“ 27.9.2023 13:46
Skjálftavirkni sem svipar til aðdraganda eldgoss Mikil skjálftavirkni hefur verið vítt og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. 27.9.2023 12:54