„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“ Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti. 1.11.2022 10:57
Segir fólk þurfa að eiga það við sína samvisku ef það segir sig úr F.Í. Komi upp fleiri áreitnismál hjá Ferðafélagi Íslands verður þeim vísað til utanaðkomandi aðila til meðferðar að sögn forseta félagsins. Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélagsins var á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi vísað frá og tekin ákvörðun um að svara ekki hvert öðru í gegnum fjölmiðla. 28.10.2022 12:43
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27.10.2022 14:37
Hreyfihömluð börn komist oft ekki í bekkjarafmæli Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fær reglulega ábendingar um að fötluð börn verði út undan þegar barnaafmæli eru haldin á stöðum þar sem aðgengismál eru í ólestri. Þau fái boð en komist ekki líkt og hin börnin. Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar segir að í dag sé engin afsökun fyrir lélegu aðgengi. 26.10.2022 13:35
Ráðherra krefur MAST svara um velferð dýra Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis. 25.10.2022 14:46
Farbann hálfmáttlaust úrræði að mati vararíkissaksóknara Vararíkissaksóknari segir farbann sem úrræði vera hálfmáttlaust ef menn hafa á annað borð í hyggju að flýja land, sérstaklega fyrir sakamenn á Schengen-svæðinu. Fælingarmátturinn felist frekar í því að fólk hafi almennt ekki áhuga á að vera á flótta undan réttvísinni. 25.10.2022 13:33
Taka í notkun húsnæði fyrir allt að hundrað karlmenn á flótta Vonir standa til að í þessari viku verði húsnæði tekið í notkun sem gæti hýst allt að hundrað karlmenn sem koma til landsins einir á ferð í leit að vernd. Þetta segir aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks. Mikið kapp sé lagt á að leysa fjöldahjálparstöð af hólmi og til skoðunar er að taka fleiri hús á leigu. Hann segir að allt sé hægt „hið ómögulega taki bara aðeins lengri tíma.“ 24.10.2022 14:39
Foreldrar verði að setja börnum sínum skýrari ramma Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir að þegar grunur vakni um einelti í barnahópi sé það lykilatriði grípa strax inn í til að passa að málin fái ekki að grasserast og þróast til verri vegar þar til þau verði hálf óviðráðanleg. 21.10.2022 16:43
Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar. 21.10.2022 14:15
Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20.10.2022 14:52