Krakkarnir segi hinum fullorðnu hvað þeir vilji lesa Samtal, lýðræði og opin skoðanaskipti verða í aðalhlutverki á Fundi fólksins sem stendur yfir í dag og á morgun. Nú í hádeginu ætla krakkarnir sjálfir að segja hinum fullorðnu hvað þeir vilja lesa og af hverju áhuginn virðist dvína á unglingastigi. 16.9.2022 11:53
618 börn bíða eftir sálfræðiþjónustu hjá HH Þessa stundina bíða 618 börn eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Umboðsmaður barna hefur ráðist í um bið barna eftir nauðsynlegri þjónustu. Ráðist var í sams konar samantekt í árslok 2021 og síðan voru nýjustu upplýsingar birtar í gær frá sömu aðilum en auk þeirra voru birtar upplýsingar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóla barnaspítalans og þjónustu talmeinafræðinga. 15.9.2022 13:27
Fyrrum Samherjaskip í árekstri undan ströndum Namibíu Mildi þykir að tæplega 170 sjómenn hafi ekki stórslasast þegar tvö skip, Tutungeni (sem áður hét Heinaste) og Erica rákust saman í svartaþoku við strendur Namibíu. 14.9.2022 15:56
„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14.9.2022 14:28
Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13.9.2022 14:27
Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti. 12.9.2022 16:49
Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“ Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina. 12.9.2022 13:08
Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9.9.2022 16:24
Telur að spurningar um tilgang krúnunnar verði áleitnari eftir fráfall Elísabetar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að spurningin um tilgang krúnunnar muni leita ákaft á breskan almenning og á þjóðir Breska samveldisins í kjölfar fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar. Hann segir sjálfsmynd bresku þjóðarinnar vera á hreyfingu nú á miklu umbreytingaskeiði en að fráfall þjóðarleiðtoga sem naut virðingar og hylli muni, til skamms tíma, hafa sameinandi áhrif á bresku þjóðina. 9.9.2022 14:00
Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8.9.2022 13:12