Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bandaríkjamenn senda Úkraínumönnum 31 skriðdreka

Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda 31 M1 Abrams skriðdreka til Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa verið tregir til að senda skriðdreka en í gær samþykktu Þjóðverjar að senda 14 Leopard 2A6 skriðdreka á vígvöllinn. Búist er við að fleiri ríki Atlantshafsbandalagsins fylgi þessu fordæmi og sendi skriðdreka til Úkraínu. 

Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri.

Leynileg skjöl fundust á heimili Pence

Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni. 

Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. 

Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar

Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins.

Hleypa hlébörðunum á vígvöllinn

Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur tekið ákvörðun um að senda skriðdreka, svonefnda hlébarða (Leopard 2) til Úkraínu. Þá verður öðrum þjóðum, sem búa yfir slíkum skriðdrekum, að öllum líkindum leyft að senda þá til Úkraínu, en þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi þurfa þarlend yfirvöld þurfa að samþykkja útflutning þeirra.

„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopna­burð“

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 

„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki því að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum.

Sjá meira