„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. janúar 2023 14:45 Vilhjámur Birgisson og Stefán Ólafsson tókust á í um ýmislegt í útvarpsþættinum Sprengisandi og lá við að upp úr syði í lok þáttar. samsett Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki því að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. Þeir Vilhjálmur og Stefán tókust á um ýmis atriði í kjaramálum í Sprengisandi á Bylgjunni og lá við að upp úr syði í lok þáttar þegar rætt var um kjaraviðræður Eflingar. Í upphafi þáttar var rætt um kröfur Eflingar um farmfærsluuppbót. Stefán, sem er einnig prófssor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands segir Eflingarfólk á höfuðborgarsvæði eiga heimtingu á slíkri uppbót vegna búsetu. Vísar hann til þess að húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæði sé um það bil 145 prósent hærri en á landsbyggðinni. Farið var fram á uppbótina í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins sem Efling sleit í vikunni. Stefnir nú allt í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. „Ef það á að fara þessa leið þá verða menn að gjöra svo vel og skoða alla þætti,“ segir Vilhjálmur sem kveðst annars andvígur þessum hugmyndum. „Það liggur til dæmis fyrir að bensínverð á landsbyggðinni er umtalsvert hærra en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Hann nefnir einnig raforku- og húshitunarkostnað sem séu um 32 prósent hærri á landsbyggðinni. Stefán Ólafsson segir öll útgjöld vera tekin í myndina hjá Eflingu. „Húsnæðiskostnaðurinn er þessi stóri þáttur og við erum að bregðast við því. Við viljum að Eflingarfólk á höfuðborgarsvæði eigi álíka góða möguleika á því að ná endum saman og verkafólk á landsbyggðinni,“ segir Stefán. Vilhjálmur spyr hvar draga eigi mörkin varðandi búsetu. „Eiga háskólaprófessorar á Akureyri að vera á lægri launum en háskólaprófessor í Reykjavík? Hvað með aðra starfsmenn eins og lækna eða hjúkrunarfræðinga? Eiga þeir að vera á lægri launum?“ Umræður Stefáns og Vilhjálms í Sprengisandi í dag: Dýpri greining verði að fara fram „Við erum að tala um þetta sem framfærsluuppót. Það er bara útfærsluatriði, ef það er ekki tilefni til að setja þetta til Hveragerðis eða Hvalfjarðar er það bara útfærsluatriði. Þetta skiptir engu máli,“ svarar Stefán. Þetta snerti hins vegar aðallega láglaunafólk, ekki millistéttarfólk. „Yfirborganir eru miklu sjaldgæfari hjá Eflingarfólki og þess vegna erum við að reyna að mæta þessu fólki.“ Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi bendir á að vinnumarkaður verðleggi vinnu misjafnlega eftir staðsetningu. Hærri laun séu almennt borguð í stærri bæjum. Vilhjálmur tekur undir það og tekur iðnaðarmenn sem dæmi. Hjá iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæði sé svokallað markaðslaunakerfi í gildi á meðan iðnaðarmenn á landsbyggðinni séu á svokölluðum kauptaxta vegna minni eftirspurnar. Hann segist ekki vera á móti því að Efling sæki hærri laun fyrir sína félagsmenn í kjaraviðræðum en að meiri umræða og dýpri greining þurfi að fara fram áður en ákveðið verður að mismuna launafólki eftir búsetu. „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Í síðari hluta umræðunnar sem hefst þegar um 15 mínútur eru eftir tókust þeir Stefán og Vilhjálmur á um afstöðu Starfsgreinasambandsins gagnvart kjaraviðræðum Eflingar. Starfsgreinasambandið samdi fyrir hönd sinna félagsmanna við SA og samþykktu félagsmenn SGS samninginn með 86 prósentum atkvæða. Stefán segir samning SGS og SA lélegan og að hann komi niður á þeim sem séu með lægstu launin. „Kauptaxtarnir hækka um 11 prósent,“ segir Vilhjálmur. Við erum að semja eftir þeirri verðbólguspá sem Seðlabankinn gefur út. Ef þessi spá gengur eftir, milli 5 og 6 prósent, mun kaupmáttaraukning vera á milli 5 og 6 prósent. Samt kemur þessi prófessor og talar um að þetta sé kaupmáttarskerðing“ Stefán segir hins vegar að taka verði rýrnun á kaupmætti, sem hafi orðið á síðari hluta síðasta árs, inn í myndina. Í lok þáttar var rætt um fyrirhugað verkfall Eflingar. Stefán segir atvinnurekendur hafi haldið sýndarfundi við Eflingu í upphafi kjaraviðræðna. Fyrirhugað hafi verið að „semja við þá auðveldu“ og ræða svo við Eflingu. „Stilla okkur upp við vegg og í öngstræti. Þar erum við núna og þá kemur Vilhjálmur fram og hótar því við Eflingarfólk að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. Rétt eins og hann heldur að það verði bara samið um starfsgreinarsamninginn.“ Vilhjálmur brást illa við þessum ásökunum. „Þú ert nú bara að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk,“ svarar hann. „Hvar hef ég verið að hóta einhverjum þremur milljörðum? Ég er bara að benda á hvað dráttur myndi kosta,“ sagði Vilhjálmur áður en Kristján þáttastjórnandi batt enda á viðtalið við þá Stefán. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sprengisandur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Þeir Vilhjálmur og Stefán tókust á um ýmis atriði í kjaramálum í Sprengisandi á Bylgjunni og lá við að upp úr syði í lok þáttar þegar rætt var um kjaraviðræður Eflingar. Í upphafi þáttar var rætt um kröfur Eflingar um farmfærsluuppbót. Stefán, sem er einnig prófssor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands segir Eflingarfólk á höfuðborgarsvæði eiga heimtingu á slíkri uppbót vegna búsetu. Vísar hann til þess að húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæði sé um það bil 145 prósent hærri en á landsbyggðinni. Farið var fram á uppbótina í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins sem Efling sleit í vikunni. Stefnir nú allt í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. „Ef það á að fara þessa leið þá verða menn að gjöra svo vel og skoða alla þætti,“ segir Vilhjálmur sem kveðst annars andvígur þessum hugmyndum. „Það liggur til dæmis fyrir að bensínverð á landsbyggðinni er umtalsvert hærra en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Hann nefnir einnig raforku- og húshitunarkostnað sem séu um 32 prósent hærri á landsbyggðinni. Stefán Ólafsson segir öll útgjöld vera tekin í myndina hjá Eflingu. „Húsnæðiskostnaðurinn er þessi stóri þáttur og við erum að bregðast við því. Við viljum að Eflingarfólk á höfuðborgarsvæði eigi álíka góða möguleika á því að ná endum saman og verkafólk á landsbyggðinni,“ segir Stefán. Vilhjálmur spyr hvar draga eigi mörkin varðandi búsetu. „Eiga háskólaprófessorar á Akureyri að vera á lægri launum en háskólaprófessor í Reykjavík? Hvað með aðra starfsmenn eins og lækna eða hjúkrunarfræðinga? Eiga þeir að vera á lægri launum?“ Umræður Stefáns og Vilhjálms í Sprengisandi í dag: Dýpri greining verði að fara fram „Við erum að tala um þetta sem framfærsluuppót. Það er bara útfærsluatriði, ef það er ekki tilefni til að setja þetta til Hveragerðis eða Hvalfjarðar er það bara útfærsluatriði. Þetta skiptir engu máli,“ svarar Stefán. Þetta snerti hins vegar aðallega láglaunafólk, ekki millistéttarfólk. „Yfirborganir eru miklu sjaldgæfari hjá Eflingarfólki og þess vegna erum við að reyna að mæta þessu fólki.“ Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi bendir á að vinnumarkaður verðleggi vinnu misjafnlega eftir staðsetningu. Hærri laun séu almennt borguð í stærri bæjum. Vilhjálmur tekur undir það og tekur iðnaðarmenn sem dæmi. Hjá iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæði sé svokallað markaðslaunakerfi í gildi á meðan iðnaðarmenn á landsbyggðinni séu á svokölluðum kauptaxta vegna minni eftirspurnar. Hann segist ekki vera á móti því að Efling sæki hærri laun fyrir sína félagsmenn í kjaraviðræðum en að meiri umræða og dýpri greining þurfi að fara fram áður en ákveðið verður að mismuna launafólki eftir búsetu. „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Í síðari hluta umræðunnar sem hefst þegar um 15 mínútur eru eftir tókust þeir Stefán og Vilhjálmur á um afstöðu Starfsgreinasambandsins gagnvart kjaraviðræðum Eflingar. Starfsgreinasambandið samdi fyrir hönd sinna félagsmanna við SA og samþykktu félagsmenn SGS samninginn með 86 prósentum atkvæða. Stefán segir samning SGS og SA lélegan og að hann komi niður á þeim sem séu með lægstu launin. „Kauptaxtarnir hækka um 11 prósent,“ segir Vilhjálmur. Við erum að semja eftir þeirri verðbólguspá sem Seðlabankinn gefur út. Ef þessi spá gengur eftir, milli 5 og 6 prósent, mun kaupmáttaraukning vera á milli 5 og 6 prósent. Samt kemur þessi prófessor og talar um að þetta sé kaupmáttarskerðing“ Stefán segir hins vegar að taka verði rýrnun á kaupmætti, sem hafi orðið á síðari hluta síðasta árs, inn í myndina. Í lok þáttar var rætt um fyrirhugað verkfall Eflingar. Stefán segir atvinnurekendur hafi haldið sýndarfundi við Eflingu í upphafi kjaraviðræðna. Fyrirhugað hafi verið að „semja við þá auðveldu“ og ræða svo við Eflingu. „Stilla okkur upp við vegg og í öngstræti. Þar erum við núna og þá kemur Vilhjálmur fram og hótar því við Eflingarfólk að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. Rétt eins og hann heldur að það verði bara samið um starfsgreinarsamninginn.“ Vilhjálmur brást illa við þessum ásökunum. „Þú ert nú bara að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk,“ svarar hann. „Hvar hef ég verið að hóta einhverjum þremur milljörðum? Ég er bara að benda á hvað dráttur myndi kosta,“ sagði Vilhjálmur áður en Kristján þáttastjórnandi batt enda á viðtalið við þá Stefán.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sprengisandur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira