„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. janúar 2023 14:45 Vilhjámur Birgisson og Stefán Ólafsson tókust á í um ýmislegt í útvarpsþættinum Sprengisandi og lá við að upp úr syði í lok þáttar. samsett Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki því að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. Þeir Vilhjálmur og Stefán tókust á um ýmis atriði í kjaramálum í Sprengisandi á Bylgjunni og lá við að upp úr syði í lok þáttar þegar rætt var um kjaraviðræður Eflingar. Í upphafi þáttar var rætt um kröfur Eflingar um farmfærsluuppbót. Stefán, sem er einnig prófssor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands segir Eflingarfólk á höfuðborgarsvæði eiga heimtingu á slíkri uppbót vegna búsetu. Vísar hann til þess að húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæði sé um það bil 145 prósent hærri en á landsbyggðinni. Farið var fram á uppbótina í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins sem Efling sleit í vikunni. Stefnir nú allt í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. „Ef það á að fara þessa leið þá verða menn að gjöra svo vel og skoða alla þætti,“ segir Vilhjálmur sem kveðst annars andvígur þessum hugmyndum. „Það liggur til dæmis fyrir að bensínverð á landsbyggðinni er umtalsvert hærra en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Hann nefnir einnig raforku- og húshitunarkostnað sem séu um 32 prósent hærri á landsbyggðinni. Stefán Ólafsson segir öll útgjöld vera tekin í myndina hjá Eflingu. „Húsnæðiskostnaðurinn er þessi stóri þáttur og við erum að bregðast við því. Við viljum að Eflingarfólk á höfuðborgarsvæði eigi álíka góða möguleika á því að ná endum saman og verkafólk á landsbyggðinni,“ segir Stefán. Vilhjálmur spyr hvar draga eigi mörkin varðandi búsetu. „Eiga háskólaprófessorar á Akureyri að vera á lægri launum en háskólaprófessor í Reykjavík? Hvað með aðra starfsmenn eins og lækna eða hjúkrunarfræðinga? Eiga þeir að vera á lægri launum?“ Umræður Stefáns og Vilhjálms í Sprengisandi í dag: Dýpri greining verði að fara fram „Við erum að tala um þetta sem framfærsluuppót. Það er bara útfærsluatriði, ef það er ekki tilefni til að setja þetta til Hveragerðis eða Hvalfjarðar er það bara útfærsluatriði. Þetta skiptir engu máli,“ svarar Stefán. Þetta snerti hins vegar aðallega láglaunafólk, ekki millistéttarfólk. „Yfirborganir eru miklu sjaldgæfari hjá Eflingarfólki og þess vegna erum við að reyna að mæta þessu fólki.“ Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi bendir á að vinnumarkaður verðleggi vinnu misjafnlega eftir staðsetningu. Hærri laun séu almennt borguð í stærri bæjum. Vilhjálmur tekur undir það og tekur iðnaðarmenn sem dæmi. Hjá iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæði sé svokallað markaðslaunakerfi í gildi á meðan iðnaðarmenn á landsbyggðinni séu á svokölluðum kauptaxta vegna minni eftirspurnar. Hann segist ekki vera á móti því að Efling sæki hærri laun fyrir sína félagsmenn í kjaraviðræðum en að meiri umræða og dýpri greining þurfi að fara fram áður en ákveðið verður að mismuna launafólki eftir búsetu. „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Í síðari hluta umræðunnar sem hefst þegar um 15 mínútur eru eftir tókust þeir Stefán og Vilhjálmur á um afstöðu Starfsgreinasambandsins gagnvart kjaraviðræðum Eflingar. Starfsgreinasambandið samdi fyrir hönd sinna félagsmanna við SA og samþykktu félagsmenn SGS samninginn með 86 prósentum atkvæða. Stefán segir samning SGS og SA lélegan og að hann komi niður á þeim sem séu með lægstu launin. „Kauptaxtarnir hækka um 11 prósent,“ segir Vilhjálmur. Við erum að semja eftir þeirri verðbólguspá sem Seðlabankinn gefur út. Ef þessi spá gengur eftir, milli 5 og 6 prósent, mun kaupmáttaraukning vera á milli 5 og 6 prósent. Samt kemur þessi prófessor og talar um að þetta sé kaupmáttarskerðing“ Stefán segir hins vegar að taka verði rýrnun á kaupmætti, sem hafi orðið á síðari hluta síðasta árs, inn í myndina. Í lok þáttar var rætt um fyrirhugað verkfall Eflingar. Stefán segir atvinnurekendur hafi haldið sýndarfundi við Eflingu í upphafi kjaraviðræðna. Fyrirhugað hafi verið að „semja við þá auðveldu“ og ræða svo við Eflingu. „Stilla okkur upp við vegg og í öngstræti. Þar erum við núna og þá kemur Vilhjálmur fram og hótar því við Eflingarfólk að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. Rétt eins og hann heldur að það verði bara samið um starfsgreinarsamninginn.“ Vilhjálmur brást illa við þessum ásökunum. „Þú ert nú bara að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk,“ svarar hann. „Hvar hef ég verið að hóta einhverjum þremur milljörðum? Ég er bara að benda á hvað dráttur myndi kosta,“ sagði Vilhjálmur áður en Kristján þáttastjórnandi batt enda á viðtalið við þá Stefán. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sprengisandur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Þeir Vilhjálmur og Stefán tókust á um ýmis atriði í kjaramálum í Sprengisandi á Bylgjunni og lá við að upp úr syði í lok þáttar þegar rætt var um kjaraviðræður Eflingar. Í upphafi þáttar var rætt um kröfur Eflingar um farmfærsluuppbót. Stefán, sem er einnig prófssor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands segir Eflingarfólk á höfuðborgarsvæði eiga heimtingu á slíkri uppbót vegna búsetu. Vísar hann til þess að húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæði sé um það bil 145 prósent hærri en á landsbyggðinni. Farið var fram á uppbótina í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins sem Efling sleit í vikunni. Stefnir nú allt í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. „Ef það á að fara þessa leið þá verða menn að gjöra svo vel og skoða alla þætti,“ segir Vilhjálmur sem kveðst annars andvígur þessum hugmyndum. „Það liggur til dæmis fyrir að bensínverð á landsbyggðinni er umtalsvert hærra en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Hann nefnir einnig raforku- og húshitunarkostnað sem séu um 32 prósent hærri á landsbyggðinni. Stefán Ólafsson segir öll útgjöld vera tekin í myndina hjá Eflingu. „Húsnæðiskostnaðurinn er þessi stóri þáttur og við erum að bregðast við því. Við viljum að Eflingarfólk á höfuðborgarsvæði eigi álíka góða möguleika á því að ná endum saman og verkafólk á landsbyggðinni,“ segir Stefán. Vilhjálmur spyr hvar draga eigi mörkin varðandi búsetu. „Eiga háskólaprófessorar á Akureyri að vera á lægri launum en háskólaprófessor í Reykjavík? Hvað með aðra starfsmenn eins og lækna eða hjúkrunarfræðinga? Eiga þeir að vera á lægri launum?“ Umræður Stefáns og Vilhjálms í Sprengisandi í dag: Dýpri greining verði að fara fram „Við erum að tala um þetta sem framfærsluuppót. Það er bara útfærsluatriði, ef það er ekki tilefni til að setja þetta til Hveragerðis eða Hvalfjarðar er það bara útfærsluatriði. Þetta skiptir engu máli,“ svarar Stefán. Þetta snerti hins vegar aðallega láglaunafólk, ekki millistéttarfólk. „Yfirborganir eru miklu sjaldgæfari hjá Eflingarfólki og þess vegna erum við að reyna að mæta þessu fólki.“ Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi bendir á að vinnumarkaður verðleggi vinnu misjafnlega eftir staðsetningu. Hærri laun séu almennt borguð í stærri bæjum. Vilhjálmur tekur undir það og tekur iðnaðarmenn sem dæmi. Hjá iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæði sé svokallað markaðslaunakerfi í gildi á meðan iðnaðarmenn á landsbyggðinni séu á svokölluðum kauptaxta vegna minni eftirspurnar. Hann segist ekki vera á móti því að Efling sæki hærri laun fyrir sína félagsmenn í kjaraviðræðum en að meiri umræða og dýpri greining þurfi að fara fram áður en ákveðið verður að mismuna launafólki eftir búsetu. „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Í síðari hluta umræðunnar sem hefst þegar um 15 mínútur eru eftir tókust þeir Stefán og Vilhjálmur á um afstöðu Starfsgreinasambandsins gagnvart kjaraviðræðum Eflingar. Starfsgreinasambandið samdi fyrir hönd sinna félagsmanna við SA og samþykktu félagsmenn SGS samninginn með 86 prósentum atkvæða. Stefán segir samning SGS og SA lélegan og að hann komi niður á þeim sem séu með lægstu launin. „Kauptaxtarnir hækka um 11 prósent,“ segir Vilhjálmur. Við erum að semja eftir þeirri verðbólguspá sem Seðlabankinn gefur út. Ef þessi spá gengur eftir, milli 5 og 6 prósent, mun kaupmáttaraukning vera á milli 5 og 6 prósent. Samt kemur þessi prófessor og talar um að þetta sé kaupmáttarskerðing“ Stefán segir hins vegar að taka verði rýrnun á kaupmætti, sem hafi orðið á síðari hluta síðasta árs, inn í myndina. Í lok þáttar var rætt um fyrirhugað verkfall Eflingar. Stefán segir atvinnurekendur hafi haldið sýndarfundi við Eflingu í upphafi kjaraviðræðna. Fyrirhugað hafi verið að „semja við þá auðveldu“ og ræða svo við Eflingu. „Stilla okkur upp við vegg og í öngstræti. Þar erum við núna og þá kemur Vilhjálmur fram og hótar því við Eflingarfólk að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. Rétt eins og hann heldur að það verði bara samið um starfsgreinarsamninginn.“ Vilhjálmur brást illa við þessum ásökunum. „Þú ert nú bara að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk,“ svarar hann. „Hvar hef ég verið að hóta einhverjum þremur milljörðum? Ég er bara að benda á hvað dráttur myndi kosta,“ sagði Vilhjálmur áður en Kristján þáttastjórnandi batt enda á viðtalið við þá Stefán.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sprengisandur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira