Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ótrúlega gott að fá hann heim“

Gísli Finnsson er kominn heim frá Spáni þar sem hann hefur legið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur. Íslendingar lögðu hönd á plóg í söfnun fyrir sjúkraflugi en Sjúkratryggingar neituðu að taka þátt í kostnaðinum. Fjölskyldan þakkar fyrir stuðninginn.

Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi

Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi.

Líkfundur á Gróttu

Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu.

Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju

Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum.

Vaktin: Af­taka­veður gengur yfir landið

Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. 

Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins

Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar.

„Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“

Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu.

Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið

Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni.

Sjá meira