Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028“

„Það mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028.“ Þetta segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um nýskráningarbann bensín- og dísilbíla. Hann telur nýskráningarbann samt sem áður óþarft. Svo mikil sé gróskan í rafbílabransanum.

Leyniskjalamáli Trump vísað frá dómi

Dómari í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur vísað dómsmáli á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta frá dómi. Umrætt dómsmál snýst um leyniskjöl sem Trump var sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu eftir að forsetatíð hans lauk. 

Ís­lendingur fannst látinn á Spáni

48 ára Íslendingur fannst látinn á föstudag á Spáni. Þetta fæst staðfest af utanríkisráðuneyti en frekari upplýsingar af málinu, og hvers eðlis það er, fást ekki að svo stöddu. 

„Þung skref“ að höfða mál gegn máttar­stólpa

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja síðasta haust. 

Lárus skuli fyrst taka til í „eigin veð­mála­starf­semi“

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður veðmálafyrirtækisins Betsson skýtur föstum skotum á Íþrótta og Ólympíusamband Íslands og Lárus Blöndal formann sambandsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir Lárus þurfa að taka til í eigin veðmálastarfsemi áður en hann fari að tala fyrir því að banna erendar veðmálasíður.

Siggi stormur biðst af­sökunar á sumarspánni sem ekki rættist

„Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst.

Ferjubilun sé hvítþvottur hjá Hrís­ey Seafood

Forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni hafnar því algjörlega að samgöngur séu í lamasessi til og frá Hrísey. Verkefnastjóri Hríseyjar Seafood taldi lokun Matvælastofnunnar eiga rót sína að rekja til lélegra ferjusamgangna.

„Mjög mikil úr­koma“ veldur skriðuhættu

Gert er ráð fyrir mjög mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um helgina. Veðurstofan varar við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættu á þessum svæðum. 

Sjá meira