Ljós við enda ganganna í ferðaþjónustu en skuldirnar mesta áhyggjuefnið Tekjur ferðaþjónustu eru áætlaðar um 240 milljarðar króna árið 2021 en tæplega 700 þúsund ferðamenn sóttu landið heim á árinu. Tap greinarinnar er talið nema um 24 milljörðum króna eftir skatta árið 2021. 4.1.2022 11:01
Fortuna Invest vikunnar: Þekkir þú helstu viðskiptafréttir ársins? Ýmislegt átti sér stað í viðskiptalífinu á árinu. 30.12.2021 16:00
Áskoranir og sóknarfæri 2022: Þarf að endurskoða úrelt viðhorf Lilja Alfreðsdóttir segir að verðbólguþróunin verði stærsta áskorunin til skamms tíma, þar sem hrávöruverð á heimsvísu hefur hækkað um næstum 90 prósent og gámaverð um 500 prósent frá því ársbyrjun 2020. 28.12.2021 07:01
Áskoranir og sóknarfæri 2022: Einstaklega mikilvægt að vel takist til við kjarasamningsborðið Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eru sammála um að helstu áskoranir næsta árs snúi annars vegar að skynsamlegri lendingu við kjarasamningsborðið og hins vegar að því að atvinnulífinu sé gert auðveldara um vik að ná fyrri krafti eftir heimsfaraldurinn. 27.12.2021 07:00
Vilja að fallið verði frá frumvarpi sem setur kvaðir á erlenda fjárfestingu Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð gera öll alvarlegar athugasemdir við breytingar sem eru lagðar til á lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri í frumvarpi sem nú er í þinglegri meðferð. Þetta kemur fram í sameiginlegri umsögn samtakanna. 23.12.2021 07:00
Jakob á Jómfrúnni: „Við erum eftir á þegar kemur að áfengissölu" Breyttar reglur um áfengissölu hefðu nýst veitingastöðum vel þegar þeir voru neyddir til að takmarka þjónustu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Breyta hefði mátt reglum tímabundið líkt og gert var í öðrum ríkjum en það var ekki gert þrátt fyrir ákall veitingamanna. 22.12.2021 15:00
Sammála um að skynsamlegt sé að létta álaginu af spítalanum með aðkomu fleiri en ríkisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort til greina komi að ríkið leiti í auknum mæli til annarra þeirra sem geta létt álaginu af Landspítalanum um að veita heilbrigðisþjónustu í ljósi faraldursins og þess álags sem spítalinn er undir vegna hans. 21.12.2021 20:01
Jakob á Jómfrúnni: Kostnaður við laun sligandi fyrir veitingageirann Hár launakostnaður er ein helsta áskorun veitingastaða hér á landi að sögn Jakobs E. Jakobssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Jómfrúarinnar. Eðli málsins samkvæmt er meginþorri veitingastaða opinn á kvöldin og um helgar og launakostnaður í geiranum er eftir því. Jakob segir álagsgreiðslur utan dagvinnu of íþyngjandi. 21.12.2021 07:01
Leggur til byggð sérstaklega sniðna að eldri íbúum Reykjavíkur Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að svæði innan borgarinnar verði skipulögð þannig að sérstök áhersla verði lögð á þarfir eldra fólks. Svæðin verði skilgreind fyrir sextíu ára og eldri og önnur fyrir 75 ára og eldri. Leggur til 2-3 þúsund sérbýli, minigolf, aðstöðu til heimahjúkrunar og skemmtilega garða. Tillagan er á dagskrá borgarstjórnar á morgun. 20.12.2021 20:00
Dagur í lífi Heiðu Bjargar: Langar að vera morgunhressa týpan en hefur lýst sig sigraða Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, á unglinga sem þarf ekki lengur að smyrja nesti fyrir, sem hún álítur mikinn lúxus. Hún segist ekki vera morgunhress og ef dagsverkin eru ekki skráð í dagatalið í símanum er hætt við því að hlutir gleymist. 19.12.2021 11:10