Skólastjórnendur og bæjaryfirvöld neita að tjá sig um kærurnar Hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn Suðurnesjabæjar vilja tjá sig um lögreglurannsókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfsmönnum Gerðaskóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfsmennina fyrir vonda meðferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi". 17.11.2021 07:00
Kapellan þyrfti að víkja fyrir Covid-sjúklingum Ekkert bólar enn á nýrri deild innan Landspítala sem átti að koma í stað fyrir Covid-göngudeildina. Um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi heilbrigðisráðuneytinu drög að útfærslu rýmisins þar sem er meðal annars lagt til að kapella spítalans verði nýtt undir Covid-sjúklinga. 16.11.2021 20:01
Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15.11.2021 22:01
Reiknar með að þing komi saman í næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku. 15.11.2021 18:32
Ekki hvarflað að Gunnari Smára að fara í borgina Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, reiknar ekki með að gefa kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Það skýrist eftir áramót hvort flokkurinn bjóði fram í fleiri sveitarfélögum en Reykjavík. 15.11.2021 12:05
Óttast að sala Mílu fái litla umfjöllun vegna starfa kjörbréfanefndar Þingmaður Samfylkingarinnar í þjóðaröryggisráði hefur áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna starfa undirbúningskjörbréfanefndar. Frestur til að stöðva söluna rennur út eftir mánuð 15.11.2021 11:52
Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11.11.2021 08:01
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11.11.2021 07:00
Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10.11.2021 23:20
Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10.11.2021 12:02