Óttast að sala Mílu fái litla umfjöllun vegna starfa kjörbréfanefndar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 11:52 Oddný G. Harðardóttir telur tvær vikur of knappan tíma fyrir þingið til að fara vel yfir söluna á Mílu. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar í þjóðaröryggisráði hefur áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna starfa undirbúningskjörbréfanefndar. Frestur til að stöðva söluna rennur út eftir mánuð Samningar voru kláraðir við fjárfestingafélagið Ardian France seinni part síðasta mánaðar. Þjóðaröryggisráð hefur átt nokkra fundi um söluna en Míla sér um rekstur og á stærstan hluta ljósleiðarakerfis Íslands. Þingkona Samfylkingarinnar segir ljóst hve mikilvæg starfsemi fyrirtækisins sé fyrir almannahag og óttast að netöryggi Íslendinga verði háð geðþótta erlends fjárfestingafélags. „Það væri fullkomlega óeðlilegt og ég leyfi mér að segja glapræði að ætla að ganga frá þessari sölu án þess að Alþingi Íslendinga fái að fjalla um skilyrðin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem á sæti í þjóðaröryggisráði. Þeim skilyrðum verði hugsanlega að fylgja lagasetningar og þingið þurfi því góðan tíma. Gangi ekki að ríkisstjórnin yppi bara öxlum Ráðherra hefur heimild til að stöðva söluna allt að átta vikum frá því að samningar voru gerðir. Sá frestur rennur út 17. desember. En störf undirbúningskjörbréfanefndar hafa gengið mun hægar en margir höfðu vonast eftir. Nefndin lauk gagnaöflun sinni síðasta föstudag og hóf þá í fyrsta skipti að ræða málið efnislega af alvöru. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkuð skiptar skoðanir meðal nefndarmanna um lausnir á málinu en haldið verður áfram að reyna að finna sameiginlega leið á lokuðum fundi nefndarinnar í dag. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt að þeir muni ekki kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. „Mér finnst það ekki ganga að ríkisstjórn Íslands yppi bara öxlum og segi: „Við ráðum ekki við það að það séu einhver vandræði þarna í Norðvesturkjördæmi.“ Og láti söluna ganga þegjandi og hljóðlaust í gegn,“ segir Oddný. Tvær vikur versti kostur í stöðunni En þing verður að koma saman innan við 10 vikum frá kosningum en sá frestur rennur út 4. desember. Þá hefði það tvær vikur til að fjalla um söluna á Mílu. Væri það nóg? „Ég held að það sé afskaplega knappur tími og það er einmitt það sem ég óttast. Að það verði sett einhver skilyrði á borð fyrir framan okkur Alþingismenn og við okkur verði sagt: „Þið verðið að samþykkja þetta því annars fer salan athugasemdalaust í gegn“,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Frakkland Fjarskipti Salan á Mílu Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Samningar voru kláraðir við fjárfestingafélagið Ardian France seinni part síðasta mánaðar. Þjóðaröryggisráð hefur átt nokkra fundi um söluna en Míla sér um rekstur og á stærstan hluta ljósleiðarakerfis Íslands. Þingkona Samfylkingarinnar segir ljóst hve mikilvæg starfsemi fyrirtækisins sé fyrir almannahag og óttast að netöryggi Íslendinga verði háð geðþótta erlends fjárfestingafélags. „Það væri fullkomlega óeðlilegt og ég leyfi mér að segja glapræði að ætla að ganga frá þessari sölu án þess að Alþingi Íslendinga fái að fjalla um skilyrðin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem á sæti í þjóðaröryggisráði. Þeim skilyrðum verði hugsanlega að fylgja lagasetningar og þingið þurfi því góðan tíma. Gangi ekki að ríkisstjórnin yppi bara öxlum Ráðherra hefur heimild til að stöðva söluna allt að átta vikum frá því að samningar voru gerðir. Sá frestur rennur út 17. desember. En störf undirbúningskjörbréfanefndar hafa gengið mun hægar en margir höfðu vonast eftir. Nefndin lauk gagnaöflun sinni síðasta föstudag og hóf þá í fyrsta skipti að ræða málið efnislega af alvöru. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkuð skiptar skoðanir meðal nefndarmanna um lausnir á málinu en haldið verður áfram að reyna að finna sameiginlega leið á lokuðum fundi nefndarinnar í dag. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt að þeir muni ekki kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. „Mér finnst það ekki ganga að ríkisstjórn Íslands yppi bara öxlum og segi: „Við ráðum ekki við það að það séu einhver vandræði þarna í Norðvesturkjördæmi.“ Og láti söluna ganga þegjandi og hljóðlaust í gegn,“ segir Oddný. Tvær vikur versti kostur í stöðunni En þing verður að koma saman innan við 10 vikum frá kosningum en sá frestur rennur út 4. desember. Þá hefði það tvær vikur til að fjalla um söluna á Mílu. Væri það nóg? „Ég held að það sé afskaplega knappur tími og það er einmitt það sem ég óttast. Að það verði sett einhver skilyrði á borð fyrir framan okkur Alþingismenn og við okkur verði sagt: „Þið verðið að samþykkja þetta því annars fer salan athugasemdalaust í gegn“,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Frakkland Fjarskipti Salan á Mílu Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50
Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent