Kona handtekin vegna hnífstungunnar Lögregla handtók konu síðasta laugardag eftir að maður var stunginn með hníf á Hverfisgötu. Hún er grunuð um að hafa stungið hann í lærið. 12.7.2021 10:39
Salmonella í bananaflögum frá Tiger Salmonella hefur greinst í bananaflögum sem seldar eru í verslun Tiger á Laugavegi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur látið stöðva söluna. 12.7.2021 08:24
Elding banaði ellefu á þekktum túristastað Ellefu hið minnsta létu lífið þegar eldingu laust niður í gamlan virkisturn á Indlandi í gær. Atvikið átti sér stað í Jaipur héraði í norðurhluta landsins en virkið er vinsæll áfangastaður túrista og turn þess þykir sérlega vel fallinn til að taka svokallaðar sjálfumyndir á símann sinn. 12.7.2021 08:10
Kókaín fyrir hundruð milljóna á floti við Englandsstrendur Talsvert magn kókaíns fannst í pokum við strendur Austur-Sussex í Englandi. Talið er að söluandvirði efnisins sé rúmlega 340 milljónir íslenskra króna. 12.7.2021 07:42
Líkur á að gos fylgi hlaupi í Grímsvötnum hafa aukist Ekkert varð úr hrakspám vísindamanna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökulhlaup yrði í Grímsvötnum það árið og því gæti mögulega fylgt eldgos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatnsmagn í vötnin og enn meiri kvika í kvikuhólfið. 12.7.2021 07:01
„Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn“ „Þetta er algjör harmleikur og ég vil koma því áleiðis til fólks að þetta getur gerst alls staðar. Fíknin er skelfileg og hún breytir fólki,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hún og maður hennar, Bjarni Ákason, segjast hafa lent í vægast sagt óskemmtilegu atviki í gær þegar sonur Evu hafi gengið í skrokk á stjúpföður sínum, Bjarna, fyrir utan heimili þeirra. 11.7.2021 14:08
Branson skotið á loft í beinni: „Mig hefur langað út í geim síðan ég var lítill strákur“ Ævidraumur Richards Branson, bresks kaupsýslumanns, rætist innan skamms þegar geimferjan Virgin Galactic skýst á loft klukkan 14:30 með honum innanborðs. 11.7.2021 13:27
Sprengisandur: MeToo, sjávarauðlindin og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá á Bylgjunni frá klukkan tíu til tólf í dag. Kristján Kristjánsson fær til sín ýmsa gesti og fer yfir það sem efst er á baugi í samfélaginu hverju sinni. 11.7.2021 09:49
Ein milljón fyrir Þorstein og Bjarna Málverk listamannsins Þrándar Þórarinssonar, sem hefur vakið talsverða athygli, seldist á uppboði fyrir heila milljón króna. 11.7.2021 09:34
Hiti gæti náð 24 stigum í dag Áfram verður tiltölulega hlýtt á landinu í dag og á morgun áður en það kólnar aðeins um miðja viku. Hiti gæti náð 24 stigum í dag, hvar annars staðar en á Austurlandi þar sem hefur verið mikil sumarblíða síðustu tvær vikurnar. 11.7.2021 08:01
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent