Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. janúar 2025 14:19 Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, mun ekki starfa áfram með Sölva Geir Ottesen sem að líkindum tekur við af Arnari sem aðalþjálfari Víkings. Vísir/Anton Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. Arnar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna nýja starfsins og var spurður út í þjálfarateymið, eins og sjá má hér að neðan. Arnar kveðst þegar hafa átt fund með Davíð Snorra Jónassyni, aðstoðarþjálfara Åge Hareide, sem verður áfram í því starfi. Arnar vill raunar halda öllu þjálfarateymi Hareide að einum manni undanskildum. Sölvi Geir Ottesen hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars í Víkinni undanfarin misseri.Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen verður að líkindum kynntur sem arftaki Arnars í starfi þjálfara hjá Víkingi fyrir vikulok og segir Arnar gefa auga leið að Sölvi haldi ekki áfram í starfi hjá sambandinu. Sölvi Geir hefur starfað sem sértækur þjálfari í föstum leikatriðum hjá landsliðinu síðustu misseri samhliða starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingi. „Ég vil halda eiginlega bara öllum. Það gefur auga leið, ég vona að ég sé ekki að gefa upp einhver hernaðarleyndamál, að Sölvi verður væntanlega næsti þjálfari Víkings. Þess vegna vil ég ekki sjá hann hérna í Laugardalnum. Það er ekki hægt og ég held að allir skilji það,“ sagði Arnar á fundinum. Hann var þá spurður hvort hann hyggðist bæta fleirum við teymið og hvort það væri alfarið staðfest að Sölvi yrði ekki áfram. „Ég er opinberlega búinn að reka hann á þessum fundi. Hann verður ekki áfram. Sorry Sölvi. Ég held að við þurfum ekki að bæta við en við þurfum að finna mann í það starf,“ segir Arnar. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi hér og má sjá hann í heild. Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Frakkland verður með Íslandi í riðli Sjá meira
Arnar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna nýja starfsins og var spurður út í þjálfarateymið, eins og sjá má hér að neðan. Arnar kveðst þegar hafa átt fund með Davíð Snorra Jónassyni, aðstoðarþjálfara Åge Hareide, sem verður áfram í því starfi. Arnar vill raunar halda öllu þjálfarateymi Hareide að einum manni undanskildum. Sölvi Geir Ottesen hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars í Víkinni undanfarin misseri.Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen verður að líkindum kynntur sem arftaki Arnars í starfi þjálfara hjá Víkingi fyrir vikulok og segir Arnar gefa auga leið að Sölvi haldi ekki áfram í starfi hjá sambandinu. Sölvi Geir hefur starfað sem sértækur þjálfari í föstum leikatriðum hjá landsliðinu síðustu misseri samhliða starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingi. „Ég vil halda eiginlega bara öllum. Það gefur auga leið, ég vona að ég sé ekki að gefa upp einhver hernaðarleyndamál, að Sölvi verður væntanlega næsti þjálfari Víkings. Þess vegna vil ég ekki sjá hann hérna í Laugardalnum. Það er ekki hægt og ég held að allir skilji það,“ sagði Arnar á fundinum. Hann var þá spurður hvort hann hyggðist bæta fleirum við teymið og hvort það væri alfarið staðfest að Sölvi yrði ekki áfram. „Ég er opinberlega búinn að reka hann á þessum fundi. Hann verður ekki áfram. Sorry Sölvi. Ég held að við þurfum ekki að bæta við en við þurfum að finna mann í það starf,“ segir Arnar. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi hér og má sjá hann í heild.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Frakkland verður með Íslandi í riðli Sjá meira
„Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55