Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn. 21.4.2025 15:21
Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21.4.2025 13:37
Hvernig er nýr páfi valinn? Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir. 21.4.2025 11:03
Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21.4.2025 08:40
Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Spáð er hátt í þrettán stiga hita á sumardaginn fyrsta. Á spákortinu má sjá sól víða um landið og tveggja stafa tölur vestan- og sunnantil. 21.4.2025 07:40
Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Aðstoðar lögreglu var óskað vegna innbrots en þjófarnir voru enn á vettvangi þegar lögreglu bar að garði og voru tveir handteknir. Þeir eru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. 21.4.2025 07:29
Maðurinn er laus úr haldi Maðurinn sem var handtekinn í morgun í tengslum við rannsókn lögreglu á áverkum konu í heimahúsi í Árnessýslu er laus úr haldi. Lögregla telur að um slys hafi verið að ræða. 20.4.2025 13:51
Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Frans páfi kom fram á svalir Péturskirkju í morgun og heilsaði upp á mannfjöldann. Hann óskaði viðstöddum gleðilegra páska og uppskar mikinn fögnuð. 20.4.2025 12:15
Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi eftir að tilkynning barst um konu með skerta meðvitund í heimahúsi í nágrenni við Selfoss. Maðurinn sem tilkynnti um áverka hennar var handtekinn og tengist henni fjölskylduböndum. 20.4.2025 12:04