Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16.11.2024 19:36
Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Tónleikar sem áttu að fara fram í gærkvöldi en þurfti að aflýsa þegar lögregla kom og vísaði gestum frá fara fram í kvöld. Allir þeir sem áttu að koma fram í gær, koma fram í kvöld, að sögn skipuleggjenda. 16.11.2024 18:40
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16.11.2024 17:33
Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu skömmu fyrir klukkan fimm í dag. 16.11.2024 17:22
Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Kona var í dag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness. Hún var sökuð um að hafa fitað hund af tegundinni corgi á fóðurheimili. 15.11.2024 23:58
Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Tónleikum raftónlistartvíeykisins Joy Anonymous sem áttu að fara fram í Hvalasafninu í kvöld hefur verið aflýst vegna þess sem aðstandendur þeirra lýsa sem óvæntra aðstæðna. 15.11.2024 22:33
Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Carlos Mazón, forseti Valensíuhéraðs á Spáni, neitar að segja af sér embætti þrátt fyrir hávær köll þess efnis frá íbúum héraðsins. Hamfaraflóð drógu 224 manns til bana þar í síðasta mánuði og viðbrögð stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýnd. 15.11.2024 21:21
Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fagnar því að samþykkt hafi verið á þingfundi í dag að áfram verði heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Hún segir það heillaspor fyrir heimili landsins. 15.11.2024 19:47
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15.11.2024 18:51
Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að Alma Möller landlæknir verði heilbrigðisráðherra komi Samfylkingin til með að leiða næstu ríkisstjórn. 15.11.2024 18:00