fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Að sækja um starf eftir upp­sögn

Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að.

Hefur ó­eðli­lega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum í barnasamfellur

Snorri Másson, ritstjóri eigin fjölmiðils, segist hafa óeðlilega þörf fyrir því að strauja allt. Snorri nýtir tímann á morgnana til að strauja, enda sannfærðist hann um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu helst að líða frá því að fólk vaknar og þar til það drekkur fyrsta kaffibollann sinn.  

Ekkert einka­mál: Á­hrif vinnu­staða á geð­heilsu jafn stór og makans

„Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf.

„Katrín Olga, þetta er ein­göngu hálf­tími af þínu lífi“

Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher.

„Ég nenni ekki að standa í ein­hverju veseni“

„Ég á það til dæmis til að tala svolítið mikið. Samt hef ég ekkert meiri rétt til þess að tala á kaffistofunni en starfsfólkið. Enda hef ég sagt við þau að þá verði þau bara að segja mér að þegja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og íþróttalýsandi.

Sjá meira