Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2025 07:03 Hvernig týpa er yfirmaðurinn þinn? Og hvernig gengur þér að vinna með þessum yfirmanni? Í þessari viku ætlum við að rýna í það hvernig við getum unnið betur með yfirmanninum okkar, miðað við það hvernig týpa viðkomandi er. Vísir/Getty Að kunna vel við yfirmanninn á vinnustað er lykilatriði. Því það að elska starfið sitt er eiginlega ekki nóg. Alls kyns flækjur geta nefnilega komið upp í samskiptum við yfirmann, sem síðan geta dregið úr starfsánægjunni. Til dæmis ef fólk upplifir að þegar það er að opna umræðu fyrir nýjum tillögum eða lausnum, þá nánast þaggi yfirmaðurinn niður í viðkomandi áður en hann/hún nær að klára eða skýra út sitt mál. En auðvitað er búið að rannsaka þetta eins og allt annað. Þar sem niðurstöður sýna að það hvernig yfirmaður ber sig í samskiptum eða nálgun við starfsfólk, segir eiginlega allt um það hvers konar yfirmaður viðkomandi er. Í dag og á morgun rýnir Atvinnulífið í fjórar týpur stjórnenda og hvernig starfsfólk getur eflt sjálft sig í að vinna með þeim sem helst á við á þeirra vinnustað. Týpurnar fjórar: Hver er þín týpa? Týpurnar fjórar sem koma fram hér að neðan eru þær skilgreiningar sem finna má í bókinni: Managing Up: How to Get What You Need from the People in Charge by Melody Wilding og kom út núna í vikunni. Týpunar eru eftirfarandi: 1. Yfirboðarinn (e. The Commander) Þessi stjórnandi er ofur-duglegur. Reyndar svo duglegur að oft er viðkomandi búinn að klára verkefni áður en annað fólk yfir höfuð veit af þeim. Þetta er yfirmaðurinn sem hugsar meira út frá því hvað þarf að gera frekar en hvað fólki finnst um það. Þótt titillinn hljómi nokkuð kaldranalegur er þó ekki þar með sagt að viðkomandi yfirmaður sé ekki hlýr og góður gagnvart starfsfólki sínu. Því er öðru nær en þó á viðkomandi það til að vanrækja þörf starfsfólks á andlegum stuðningi. Þessi yfirmaður er hins vegar mjög skýr í því hvaða markmiðum þarf að ná og þar liggur áherslan frekar en hitt. 2. Klappstýran (e. The Cheerleader) Hérna erum við með yfirmann sem er mjög orkumikill, bjartsýnn og áhugasamur. Eins og yfirboðarinn, stefnir klappstýru-stjórnandinn hátt og vill að hlutirnir gerist hratt. Hins vegar elskar þessi týpa að byggja upp gott samband við sitt fólk og að tengja saman fólk, verkefni og svo framvegis. Klappstýru-stjórnandinn horfir mikið til þess að teymis-andinn sé jákvæður og skemmtilegur. Jafnvel svo mikið að sumum finnist um of hversu mikið pepp er gefið í hópinn í stað þess að veita hverjum og einum smá endurgjöf. 3. Umönnunaraðilinn (The Caretaker) Hér erum við að tala um týpuna sem gefur fólki góðan tíma; er góður hlustandi og passar alltaf upp á að hver einasti starfsmaður í hópnum finni til sín. Því allir skipti máli. Þótt þessi týpa stjórnenda sé mjög félagslynd eru þeir rólegri að eðlisfari en klappstýran og gefa því öðruvísi af sér. Fyrst og fremst vill þessi týpa stjórnenda að starfsfólkinu þeirra líði vel og upplifi sig örugg á góðum vinnustað. Fyrir vikið getur það gerst að sumir upplifi þennan stjórnanda ekki nógu ákveðinn og stundum ganga hlutirnir seinna fyrir sig hjá þessum týpum í samanburði við yfirboðarann eða klappstýruna. 4. Regluvörðurinn (The Controller) Þessi týpa er oft hlédræg og alvarleg í fasi. Þetta er yfirmaðurinn sem treystir á gögn, vill taka upplýstar ákvarðanir og vinna jafnvel á bakvið tjöldin að því að hlutirnir gangi sem best upp. Þetta er samt ekki félagslyndi stjórnandinn og þessi týpa er ekki mikið að velta fyrir sér hlutum eins og tengslanetinu. Margir upplifa þessa týpu sem íhaldssaman stjórnanda, sem er ekki líklegur til að stökkva til og breyta hlutunum þótt nýjar hugmyndir vakni. Á morgun fáum við nokkur góð ráð fyrir fólk sem vill efla sig í að vinna með sínum yfirmanni miðað við týpurnar hér að ofan. Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. 1. mars 2024 07:01 Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Til dæmis ef fólk upplifir að þegar það er að opna umræðu fyrir nýjum tillögum eða lausnum, þá nánast þaggi yfirmaðurinn niður í viðkomandi áður en hann/hún nær að klára eða skýra út sitt mál. En auðvitað er búið að rannsaka þetta eins og allt annað. Þar sem niðurstöður sýna að það hvernig yfirmaður ber sig í samskiptum eða nálgun við starfsfólk, segir eiginlega allt um það hvers konar yfirmaður viðkomandi er. Í dag og á morgun rýnir Atvinnulífið í fjórar týpur stjórnenda og hvernig starfsfólk getur eflt sjálft sig í að vinna með þeim sem helst á við á þeirra vinnustað. Týpurnar fjórar: Hver er þín týpa? Týpurnar fjórar sem koma fram hér að neðan eru þær skilgreiningar sem finna má í bókinni: Managing Up: How to Get What You Need from the People in Charge by Melody Wilding og kom út núna í vikunni. Týpunar eru eftirfarandi: 1. Yfirboðarinn (e. The Commander) Þessi stjórnandi er ofur-duglegur. Reyndar svo duglegur að oft er viðkomandi búinn að klára verkefni áður en annað fólk yfir höfuð veit af þeim. Þetta er yfirmaðurinn sem hugsar meira út frá því hvað þarf að gera frekar en hvað fólki finnst um það. Þótt titillinn hljómi nokkuð kaldranalegur er þó ekki þar með sagt að viðkomandi yfirmaður sé ekki hlýr og góður gagnvart starfsfólki sínu. Því er öðru nær en þó á viðkomandi það til að vanrækja þörf starfsfólks á andlegum stuðningi. Þessi yfirmaður er hins vegar mjög skýr í því hvaða markmiðum þarf að ná og þar liggur áherslan frekar en hitt. 2. Klappstýran (e. The Cheerleader) Hérna erum við með yfirmann sem er mjög orkumikill, bjartsýnn og áhugasamur. Eins og yfirboðarinn, stefnir klappstýru-stjórnandinn hátt og vill að hlutirnir gerist hratt. Hins vegar elskar þessi týpa að byggja upp gott samband við sitt fólk og að tengja saman fólk, verkefni og svo framvegis. Klappstýru-stjórnandinn horfir mikið til þess að teymis-andinn sé jákvæður og skemmtilegur. Jafnvel svo mikið að sumum finnist um of hversu mikið pepp er gefið í hópinn í stað þess að veita hverjum og einum smá endurgjöf. 3. Umönnunaraðilinn (The Caretaker) Hér erum við að tala um týpuna sem gefur fólki góðan tíma; er góður hlustandi og passar alltaf upp á að hver einasti starfsmaður í hópnum finni til sín. Því allir skipti máli. Þótt þessi týpa stjórnenda sé mjög félagslynd eru þeir rólegri að eðlisfari en klappstýran og gefa því öðruvísi af sér. Fyrst og fremst vill þessi týpa stjórnenda að starfsfólkinu þeirra líði vel og upplifi sig örugg á góðum vinnustað. Fyrir vikið getur það gerst að sumir upplifi þennan stjórnanda ekki nógu ákveðinn og stundum ganga hlutirnir seinna fyrir sig hjá þessum týpum í samanburði við yfirboðarann eða klappstýruna. 4. Regluvörðurinn (The Controller) Þessi týpa er oft hlédræg og alvarleg í fasi. Þetta er yfirmaðurinn sem treystir á gögn, vill taka upplýstar ákvarðanir og vinna jafnvel á bakvið tjöldin að því að hlutirnir gangi sem best upp. Þetta er samt ekki félagslyndi stjórnandinn og þessi týpa er ekki mikið að velta fyrir sér hlutum eins og tengslanetinu. Margir upplifa þessa týpu sem íhaldssaman stjórnanda, sem er ekki líklegur til að stökkva til og breyta hlutunum þótt nýjar hugmyndir vakni. Á morgun fáum við nokkur góð ráð fyrir fólk sem vill efla sig í að vinna með sínum yfirmanni miðað við týpurnar hér að ofan.
Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. 1. mars 2024 07:01 Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
„Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00
Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03
Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00
Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01
Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. 1. mars 2024 07:01