Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur gefið út að ungir leikmenn félagsins gætu fengið tækifæri í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifir leiktíðar þar sem öll einbeiting liðsins er á að fara með sigur af hólmi í Evrópudeildinni. 20.4.2025 07:00
Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Um að gera að horfa á Stöð 2 Sport í dag og njóta. 20.4.2025 06:02
Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði flottasta mark 1. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Bestu Markanna. Bríet Fjóla er aðeins 15 ára gömul en á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. 19.4.2025 23:01
Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Cardiff City hefur rekið þjálfarann Omer Riza þegar þrír leikir eru eftir af tímabilinu í ensku B-deild karla í knattspyrnu. Hinn meiddi Aaron Ramsey mun stýra liðinu í leikjunum sem framundan eru en liðið er í bullandi fallbaráttu. 19.4.2025 22:32
Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg „Ég myndi segja að sigurinn hafi verið stór, sérstaklega ef miðað er við hversu góðan sigur þeir unnu síðast (á Nottingham Forest) og að hvorki Arsenal né Liverpool unnu hér,“ sagði Pep Guardiola eftir sigur sinna manna í Manchester City gegn Everton á útivelli. 19.4.2025 21:47
Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Undanúrslit umspilsins um sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð héldu áfram í dag. Breiðablik hefur nú jafnað metin gegn Ármanni á meðan Hamar er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Fjölni. 19.4.2025 21:25
Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Elvar Örn Jónsson átti virkilega góðan leik þegar Melsungen lagði Gummersbach með minnsta mun í efstu deild þýska handboltans, lokatölur 26-25. 19.4.2025 19:30
McTominay hetja Napoli Skotinn Scott McTominay skoraði eina mark Napoli í 1-0 útisigri á Monza. Sigurinn heldur titilvonum lærisveina Antonio Conte á lífi. París Saint-Germain vann þá 2-1 sigur á Le Havre. 19.4.2025 18:33
Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag. 19.4.2025 18:02
Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Haukar lögðu ÍBV í Vestmannaeyjum og eru því komnar í undanúrslit Olís-deildar kvenna í handbolta. ÍR og Selfoss þurfa oddaleik til að útkljá hvort liðið mætir Val í undanúrslitum. 19.4.2025 17:50
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp