Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rauðu djöflarnir á­fram tap­lausir

Manchester United lagði FCSB 2-0 þegar liðin mættust í Rúmeníu. Sigurinn gulltryggði sæti Rauðu djöflanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þrátt fyrir að enda í 3. sæti deildarkeppninnar eru lærisveinar Rúben Amorim eina taplausa liðið í keppninni.

Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Totten­ham

Eggert Aron Guðmundsson kom inn af bekknum hjá Elfsborg þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Tottenham Hotspur í Lundúnum þegar liðin mættust í lokaumferð deildarkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu.

Orri Steinn nýtti tæki­færið

Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í kvöld þegar liðið tók á móti PAOK í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Hann gat vart nýtt tækifærið betur og skoraði bæði mörk Sociedad í 2-0 sigri.

Hlín til liðs við Leicester City

Leicester City hefur fengið Hlín Eiríksdóttur, framherja íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í sínar raðir. Hlín lék áður með Kristianstad í Svíþjóð.

Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi

Lewis Hamilton, einn þekktasti og sigursælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, gekk í raðir Ferrari fyrir komandi tímabil í F1. Hann vonar að fall sé fararheill eftir að klessa á þegar hann keyrði Ferrari-bíl sinn í fyrsta skipti.

Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið

Arsenal lagði Girona 2-1 á útivelli í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn þýðir að Arsenal endar í 3. sæti með 19 stig, líkt og Barcelona sem er sæti ofar og Inter sem er sæti neðar.

Liver­pool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu

Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld.

Sjá meira