Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ævintýri Grimsby halda áfram

Óli Jóels mætir aftur á hliðarlínuna í Grimsby í Stjóranum í kvöld. Nú fer að koma í ljós hvort hann komi liðinu upp um deild í Football Manager eða renni á rassinn í slorinu.

Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Leiðtogar Norðurlandanna hétu Úkraínuforseta auknum stuðningi á sögulegum fundi þeirra í Helsinki í dag. Enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. Heimir Már og Einar Árnason myndatökumaður okkar eru í Helsinki og gera upp viðburðaríkan dag í finnsku höfuðborginni.

Búið að tala við ungmennin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði.

Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík

Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni.

Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna

Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia.

Kastaði haglaskotum í höllina

Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem sagður er hafa kastað haglaskotum og öðrum munum að Buckingham höll. Grunsamlegur poki sem maðurinn var með í fórum sínum var sprengdur í loft upp.

Biden sendir hermenn að landamærum Mexíkó

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað varnarmálaráðuneytinu að senda 1.500 hermenn til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Það gerði hann vegna mikils fjölda fólks sem er að reyna að komast inn í landið um landamærin.

Sjá meira