Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frumkóða Twitter lekið á netið

Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf.

Nauðungarvistun Bynes framlengd

Nauðungarvistun leikkonunnar Amöndu Bynes hefur verið framlengd um minnst viku og gæti verið framlengd í allt að mánuð. Barna- og táningastjarnan var vistuð á geðdeild fyrir viku, eftir að hún sást ganga nakin um götur Los Angeles.

Myndefni sýnir gífurlega eyðileggingu í Mississippi

Hvirfilbylir ollu gídurlegum skemmdum víða í Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum en minnst 25 eru látnir og fjölmargir eru særðir. Eyðileggingin er hvað mest í bænum Rolling Fork í Mississippi þar sem myndefni sýnir hvernig stærðarinnar hvirfilbylur fór þvert í gegnum bæinn.

Daníel kíkir á Resident Evil 4

Þátturinn Spilaðu með Daníel Rósinkrans er á Twitchrás GameTíví í kvöld. Þá ætlar Daníel að spila nýju endurgerð hryllingsleiksins Resident Evil 4.

Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum

Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra.

Paltrow ber vitni í dag

Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða.

Gerðu loftárásir eftir mannskæða drónaárás

Bandarískur verktaki féll í drónaárás í Sýrlandi í nótt þar sem skæruliðahópur studdur af stjórnvöldum í Íran notaðist við dróna frá ríkinu til árásarinnar á herstöð í norðausturhluta landsins. Annar verktaki og fimm bandarískir hermenn særðust í árásinni.

Sjá meira