Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14.11.2024 13:33
Lýsa eftir konu með heilabilun Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur lýst eftir Soffíu Pétursdóttur. Hún er fædd árið 1941 og er með heilabilun en hún fór að heiman á Laugarbakka í Húnaþingi vestra í nótt eða í gærkvöldi. 14.11.2024 13:21
Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Dragon Age Veilguard er fjórði og síðasti leikurinn í mjög svo vinsælli leikjaseríu. Thedas er í mikilli hættu, eins og yfirleitt, og spilarar þurfa að bjarga málunum með því að berjast gegn fornum guðum og illum áhangendum þeirra. 14.11.2024 08:45
Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja. 13.11.2024 14:38
Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Stjórnendur Mosfellsbæjar ætla að verja rúmum hundrað milljónum króna í forvarnarstarf hjá börnum og ungmennum. Barnaverndartilkynningum fjölgaði um fimmtíu prósent á fyrstu tíu mánðum þessa árs. 13.11.2024 13:16
Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. 13.11.2024 11:52
Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu. 13.11.2024 10:55
Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Dómstóll í Moskvu hefur dæmt 68 ára gamlan barnalækni í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Nadezhda Buyanova var sökuð af móðir barns sem hún hlúði að um að segja að Rússar gætu sjálfir sér um kennt vegna mannfalls í Úkraínu. 12.11.2024 14:58
„Sænska ástandið“ orðið að norrænu Ekki er lengur hægt að tala um „sænska ástandið“ sem hefur verið notað til að lýsa brotaöldu í Svíþjóð á undanförnum árum. Þess í stað er réttara að tala um „norræna ástandið“, þar sem þróunin sé ógnvekjandi á öllum Norðurlöndum, samkvæmt formönnum lögreglufélaga þessara landa. 12.11.2024 14:13
Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Að minnsta kosti 35 eru látnir og 43 særðir eftir að maður ók bíl á hópa fólks í borginni Zhuhai í Kína í gærkvöldi. Lögregluþjónar handtóku 62 ára gamlan mann vegna árásarinnar. 12.11.2024 13:26