Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Algjörlega óviðráðanlegar aðstæður“

Ökumaður stærðarinnar vöruflutningabíls lenti í miklu basli á Háreksstaðaleið seinni partinn í gær í gríðarlegu hvassviðri og hálku. Framkvæmdastjóri Smyril Line þakkar fyrir að ekki hafi farið illa en einn reyndasti bílstjóri fyrirtækisins var undir stýri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir hefur sérstakar áhyggjur af notkun hraðgreiningarprófa fyrir stærri viðburði því talsvert sé um að þau gefi falskar niðurstöður. Hann leggur til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, aðeins tveimur dögum eftir að síðustu aðgerðir voru kynntar.

Andrés missir titla sína

Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar.

Fella niður kennslu fyrir austan

Aðgerðastjórn Austurlands ákvað á fundi í dag að fella niður kennslu í Nesskóla í Neskaupstað, Eskifjarðarskóla og Grunnskóla Reyðarfjarðar á morgun, föstudaginn 14. janúar. Það er gert vegna fjölgunar smitaðra á landshlutanum undanfarna daga.

Ronnie Spector söngkona Ronettes er dáin

Söngkonan Ronnie Spector, sem leiddi hljómsveitina The Ronettes og er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You, er dáin. Hún var 78 ára gömul. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að Spector hafi glímt við krabbamein og hún hafi látist í faðmi fjölskyldu hennar.

Boris á hálum ís

Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi.

Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku

Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag.

Ein tilkynning um aukaverkun í yngsta aldurshópnum

Þriðji dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í morgun en mætingin síðustu tvo daga hefur verið um sjötíu prósent. Fyrr í mánuðinum hófust bólusetningar í öðrum sveitarfélögum.

Valda usla á Caldera

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að valda usla á hinni friðsælu Kyrrahafseyju Caldera í kvöld. Í streymi kvöldsins ætla þær að spila Call of Duty: Warzone.

Verðbólga ekki meiri í fjörutíu ár

Verðbólga í Bandaríkjunum er nú sjö prósentum meiri en hún var fyrir ári síðan og hefur hún ekki tekið jafn stórt stökk í fjörutíu ár eða frá árinu 1982. Verðlag vestanhafs hefur aukist mjög að undanförnu á sama tíma og yfirvöld landsins hafa dælt peningum inn í hagkerfið og lækkað vexti.

Sjá meira