Skemmtileg, sniðug og skrítin tæki á CES 2022 Hinni árlegu Consumer Electronic Show lýkur í dag. Þar hafa fjölmörg tæki og tól verið kynnt en hér að neðan verður stiklað á stóru yfir skemmtileg og skrítin tæki og tól sem voru kynnt. 7.1.2022 15:00
Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7.1.2022 14:01
Rússneskur kafbátur lenti á hljóðsjá breskrar freigátu Þegar áhöfn tundurspillisins HMS Northumberland var að leita að rússneskum kafbáti í Norður-Atlantshafi kom það þeim verulega á óvart þegar kafbáturinn sigldi á hljóðsjá skipsins. Talið er öruggt að um slys hafi verið að ræða. 7.1.2022 12:01
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7.1.2022 09:14
Leikirnir sem beðið er eftir Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós. 7.1.2022 08:00
Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. 6.1.2022 15:30
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6.1.2022 14:14
Covid dreifist hratt í borgum Indlands og meðal barna Kórónuveiran er aftur komin í tiltölulega mikla dreifingu á Indlandi þessa dagana og þá sérstaklega í borgum landsins. Innlagnir eru þó enn tiltölulega fáar og delta-afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, er enn ráðandi í landinu en einungis 2.630 hafa smitast af ómíkron-afbrigðinu, svo vitað sé. 6.1.2022 12:35
Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6.1.2022 11:11
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6.1.2022 09:11