Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spilaðu Warzone með GameTíví

Það verður stuð og fjör hjá strákunum í GameTíví í kvöld þar sem þeir verða með opið hús. Áhorfendur munu geta tekið leik með þeim í Warzone.

Snerist hugur um TikTok eftir heim­sókn auðjöfurs

Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna.

Stakk konu sína og þrjú börn

Lík hjóna og þriggja barna fundust um helgina á heimili þeirra í í Honolulu á Havaíeyjum. Forsvarsmenn lögreglunnar segja útlit fyrir að maður hafi stungið eiginkonu sína og þrjú börn þeirra til bana, áður en hann svipti sig einnig lífi.

Segir Trump ætla að stöðva alla að­stoð handa Úkraínumönnum

Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu.

Fritzl verður á­fram á réttargeðdeild

Josef Fritzl verður ekki fluttur í almennt fangelsi í Austurríki í bili og verður þess í stað áfram á réttargeðdeild í öryggisfangelsi. Fyrri ákvörðun hefur verið snúið af áfrýjunardómstól en upprunalegi úrskurðurinn byggði á því að ekki væri talið að ógn stafaði af Fritzl.

Til­nefningar til Ís­lensku vefverðlaunanna

Fimmtíu vefir eða stafrænar lausnir eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna. Þeir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, sem eru hvað þekktastir fyrir Hraðfréttir kynna tilnefningarnar og verða kynnar á verðlaunahátíðinni.

Vita lítið um á­standið í Fukushima þrettán árum síðar

Nærri því 29 þúsund manns hafa ekki getað snúið aftur til síns heima, þó þrettán ár séu liðin frá því að flóðbylgja, sem myndaðist vegna stærðarinnar jarðskjálfta, skall á ströndum Japans. Flóðbylgjan dró rúmlega 22 þúsund manns til dauða og olli einhverju versta kjarnorkuslysi heimsins frá Tsjernobyl-slysinu sem varð árið 1986.

Margir vilja halda rekstri á­fram í Grinda­vík

Ríflega þriðjungi fyrirtækja í Grindavík hefur verið lokað vegna jarðhræringanna og rýmingarinnar. Þrátt fyrir það segjast 41,2 prósent fyrirtækjaeigenda stefna að því að halda áfram fullum rekstri í bænum, á einhverjum tímapunkti.

Fimm dóu þegar hjálpar­gögn lentu á þeim

Að minnsta kosti fimm manns eru sagðir hafa látið lífið þegar hjálpargögn sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Gasaströndina úr lofti í gær lentu á þeim. Fallhlíf allavega eins vörubrettis opnaðist ekki og það féll til jarðar á miklum hraða.

Stubbasólin eignast eigið barn

Barnið í sólinni í þáttunum um Stubbana Tinky-Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po (reynið að lesa þetta án þess að raula lagið í hausnum á ykkur) er eitthvað sem flestir Íslendingar kannast vel við. Enda hafa Stubbarnir í gegnum árin verið tíðir gestir á heimilum hér á landi.

Sjá meira